Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   lau 24. maí 2025 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit kvöldsins eftir tap gegn Víking 2-1, en var ánægður með frammistöðu sinna manna.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 ÍA

„Ég var mjög ánægður með liðið. Auðvitað áttum við að gera betur í mörkunum sem þeir skora og við gefum þeim full auðveldlega góða stöðu snemma í leiknum. Við sýnum á móti frábæran karakter og spilum flottan leik hérna í dag. Ef við náum að sýna þetta, það sem eftir er sumars þá koma úrslitin og stigin í kjölfarið, það er alveg klárt mál. Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu, menn voru að leggja mjög hart að sér, og voru að vinna mjög vel saman. Það eru auðvitað fullt af vandamálum sem við höfum verið að vinna í, og mér fannst þeir gera það virkilega vel hérna í dag," sagði Jón.

Jón fékk gult í fyrri hálfleik, og síðan rauða spjaldið seint í seinni hálfleik. Það kom bæði vegna þess að hann var ekkert sérstaklega ánægður með dómgæsluna.

„Mér fannst þeir fá full mikið, og mér fannst þeir fá dómgæslu sem við fengum ekki. Svona heilt yfir ágætlega dæmdur leikur, en mér fannst að smáatriðin féllum þeim megin. Svo var ég bara fúll yfir því í restina þegar Oliver brýtur af sér, og mér sýndist við vera að fá hornspyrnu. Davíð Atla kominn í erfiðleika, snýr baki í markið okkar og er undir pressu. Þeir fá ódýra aukaspyrnu þar, sem að við gefum þeim. Ég læt einhverja vatnsbrúsa finna fyrir því, og þeir fara ekki einu sinni inn á völlinn, og ekki einu sinnu út úr boðvangnum. Menn eru full litlir í sér þarna, seinna spjaldið. Þeir fara eftir reglunum þessir menn og sennilega átti ég það örugglega skilið og allt það. En já ég var drullu pirraður."

Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA fékk einnig gult spjald í leiknum fyrir það að fá sér sæti á grasið þegar Vilhjálmur Alvar dómari sagði honum að setjast á bekkinn. 

„Þú þyrftir eiginlega að taka viðtal við Villa við tækifæri," sagði  Jón en það var reynt fyrir nokkrum árum að taka viðtöl við dómara eftir leiki, sem entist ekki lengi.

„Þeir vilja það ekki, og vilja ekki tala við okkur heldur. Þannig við fáum ekki svör við því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner