Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
banner
   lau 24. maí 2025 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit kvöldsins eftir tap gegn Víking 2-1, en var ánægður með frammistöðu sinna manna.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 ÍA

„Ég var mjög ánægður með liðið. Auðvitað áttum við að gera betur í mörkunum sem þeir skora og við gefum þeim full auðveldlega góða stöðu snemma í leiknum. Við sýnum á móti frábæran karakter og spilum flottan leik hérna í dag. Ef við náum að sýna þetta, það sem eftir er sumars þá koma úrslitin og stigin í kjölfarið, það er alveg klárt mál. Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu, menn voru að leggja mjög hart að sér, og voru að vinna mjög vel saman. Það eru auðvitað fullt af vandamálum sem við höfum verið að vinna í, og mér fannst þeir gera það virkilega vel hérna í dag," sagði Jón.

Jón fékk gult í fyrri hálfleik, og síðan rauða spjaldið seint í seinni hálfleik. Það kom bæði vegna þess að hann var ekkert sérstaklega ánægður með dómgæsluna.

„Mér fannst þeir fá full mikið, og mér fannst þeir fá dómgæslu sem við fengum ekki. Svona heilt yfir ágætlega dæmdur leikur, en mér fannst að smáatriðin féllum þeim megin. Svo var ég bara fúll yfir því í restina þegar Oliver brýtur af sér, og mér sýndist við vera að fá hornspyrnu. Davíð Atla kominn í erfiðleika, snýr baki í markið okkar og er undir pressu. Þeir fá ódýra aukaspyrnu þar, sem að við gefum þeim. Ég læt einhverja vatnsbrúsa finna fyrir því, og þeir fara ekki einu sinni inn á völlinn, og ekki einu sinnu út úr boðvangnum. Menn eru full litlir í sér þarna, seinna spjaldið. Þeir fara eftir reglunum þessir menn og sennilega átti ég það örugglega skilið og allt það. En já ég var drullu pirraður."

Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA fékk einnig gult spjald í leiknum fyrir það að fá sér sæti á grasið þegar Vilhjálmur Alvar dómari sagði honum að setjast á bekkinn. 

„Þú þyrftir eiginlega að taka viðtal við Villa við tækifæri," sagði  Jón en það var reynt fyrir nokkrum árum að taka viðtöl við dómara eftir leiki, sem entist ekki lengi.

„Þeir vilja það ekki, og vilja ekki tala við okkur heldur. Þannig við fáum ekki svör við því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner