Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   lau 24. maí 2025 22:38
Haraldur Örn Haraldsson
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stígur Diljan Þórðarson leikmaður Víkings skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í kvöld þegar liðið sigraði ÍA 2-1. Hann var skiljanlega ánægður með leikinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 ÍA

„Mér fannst leikurinn bara drulluflottur. Mér fannst við bara miklu betri í leiknum, og mér fannst 2-1 ekki útskýra hvernig leikurinn var. Bara flott liðsframmistaða, og bara drullu sáttur," sagði Stígur.

Stígur fór yfir markið sem hann skoraði, sem hann var mjög ánægður með.

„Það var ógeðslega gaman. Ég sá mann þarna á fjærstöng og ég skoðaði aðeins fyrir leikinn að það gæti verið opið þarna á fjærstöng. Það var ógeðslega sætt að skora. Ekkert eðlilega gott, maður hefði getað skorað fleiri í þessum leik en þetta var bara geggjað."

Stígur fékk sannarlega tækifæri til að skora fleiri, en það voru önnur færi sem hann kláraði ekki jafn vel og það sem hann skoraði úr.

„Það var vel gert hjá Valda að ná honum, en ég vissi ekki að hann myndi lyfta honum. Ég hefði kannski átt að reikna það líka, ég hefði átt að skora, ég veit ekki hvað xG-ið var í þessu færi. Svo skaut ég þrisvar í stöngina. Ég er bara ánægður með sigurinn."

Stígur kom til liðsins fyrir þetta tímabil en hann hefur verið fljótur að vinna sér inn pláss í byrjunarliðinu.

„Ég vissi að þetta myndi taka tíma að komast inn í liðið. Ég hafði alltaf trú á því áður en ég kom að ég myndi vera í hlutverki hérna. Það var bara alltaf mín trú, mér fannst ég alltaf vera nógu góður. Ég var hérna fyrir þremur árum og spilaði einn leik eða eitthvað. Maður kemur til baka núna og þetta er allt annað. Ég sá þetta alveg fyrir mér."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner