Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   lau 24. maí 2025 22:38
Haraldur Örn Haraldsson
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stígur Diljan Þórðarson leikmaður Víkings skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í kvöld þegar liðið sigraði ÍA 2-1. Hann var skiljanlega ánægður með leikinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 ÍA

„Mér fannst leikurinn bara drulluflottur. Mér fannst við bara miklu betri í leiknum, og mér fannst 2-1 ekki útskýra hvernig leikurinn var. Bara flott liðsframmistaða, og bara drullu sáttur," sagði Stígur.

Stígur fór yfir markið sem hann skoraði, sem hann var mjög ánægður með.

„Það var ógeðslega gaman. Ég sá mann þarna á fjærstöng og ég skoðaði aðeins fyrir leikinn að það gæti verið opið þarna á fjærstöng. Það var ógeðslega sætt að skora. Ekkert eðlilega gott, maður hefði getað skorað fleiri í þessum leik en þetta var bara geggjað."

Stígur fékk sannarlega tækifæri til að skora fleiri, en það voru önnur færi sem hann kláraði ekki jafn vel og það sem hann skoraði úr.

„Það var vel gert hjá Valda að ná honum, en ég vissi ekki að hann myndi lyfta honum. Ég hefði kannski átt að reikna það líka, ég hefði átt að skora, ég veit ekki hvað xG-ið var í þessu færi. Svo skaut ég þrisvar í stöngina. Ég er bara ánægður með sigurinn."

Stígur kom til liðsins fyrir þetta tímabil en hann hefur verið fljótur að vinna sér inn pláss í byrjunarliðinu.

„Ég vissi að þetta myndi taka tíma að komast inn í liðið. Ég hafði alltaf trú á því áður en ég kom að ég myndi vera í hlutverki hérna. Það var bara alltaf mín trú, mér fannst ég alltaf vera nógu góður. Ég var hérna fyrir þremur árum og spilaði einn leik eða eitthvað. Maður kemur til baka núna og þetta er allt annað. Ég sá þetta alveg fyrir mér."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir