
Erik Tobias Sandberg hefur verið skugginn af sjálfum sér á þessu tímabili miðað við frammistöðuna í fyrra.
Byrjun ÍA á tímabilinu hefur verið mikil vonbrigði en liðið er í fallsæti og lykilmenn liðsins verið langt frá sínu besta. Liðið á tvo erfiða útileiki framundan, gegn Víkingi í kvöld og Breiðabliki á fimmtudag.
„Það eru ekki stig í sjónmáli svo það sé sagt," segir Elvar Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem menn furðuðu sig á dapri frammistöðu liðsins.
„Það eru ekki stig í sjónmáli svo það sé sagt," segir Elvar Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem menn furðuðu sig á dapri frammistöðu liðsins.
„Það er hrikalega þungt ef þeir tapa þessum báðum leikjum því liðin í kringum þá gætu náð í stig. Þetta hefur verið ó-Skagalegasta frammistaða sem ég hef séð í mjög langan tíma. Hvað þeir eru andlausir, daufir, hægir og þungir. Þetta er svo ógeðslega mikið úr karakter við Jón Þór og Dean Martin. Ég skil ekki hvað er í gangi þarna," segir Baldvin Már Borgarsson.
„Það vantar einhvern sem tekur harða tæklingu og kveikir í einhverju báli þarna."
„Þeir þurfa að finna Skagann í sér. Þeir hafa verið að verjast illa. Menn hafa heldur betur prjónað yfir sig eftir umræðu um þessa vörn. Oliver Stefánsson hefur verið í allskonar brasi, Erik Tobias hinn meinti besti varnarmaður deildarinnar..." segir Tómas Þór og Baldvin grípur þá boltann.
„Erik Tobias og Johannes Vall voru stórkostlegir í fyrra og fengu ríflega launahækkun á dílinn sinn. Það er eins og þeir séu sestir að telja seðla. Viktor Jónsson fékk líka launahækkun en hann er allavega byrjaður að skora og er ekki að fá þjónustuna sem hann þarf. Johannes Vall hefur verið á bekknum og lélegur ef hann spilar, Erik Tobas skelfilegur, liðið er að fá alltof mikið af mörkum á sig og það míglekur," segir Baldvin.
Eins og áður sagði þá er ÍA að fara að mæta Víkingi í kvöld en leikurinn hefst 19:15 í Fossvoginum.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 7 | 5 | 1 | 1 | 13 - 9 | +4 | 16 |
2. Víkingur R. | 7 | 4 | 2 | 1 | 15 - 7 | +8 | 14 |
3. Vestri | 7 | 4 | 1 | 2 | 8 - 3 | +5 | 13 |
4. Valur | 8 | 3 | 3 | 2 | 18 - 12 | +6 | 12 |
5. Fram | 8 | 4 | 0 | 4 | 14 - 13 | +1 | 12 |
6. KR | 8 | 2 | 4 | 2 | 24 - 18 | +6 | 10 |
7. Stjarnan | 7 | 3 | 1 | 3 | 11 - 12 | -1 | 10 |
8. Afturelding | 7 | 3 | 1 | 3 | 8 - 10 | -2 | 10 |
9. ÍBV | 8 | 2 | 2 | 4 | 7 - 14 | -7 | 8 |
10. FH | 7 | 2 | 1 | 4 | 12 - 12 | 0 | 7 |
11. ÍA | 7 | 2 | 0 | 5 | 7 - 18 | -11 | 6 |
12. KA | 7 | 1 | 2 | 4 | 6 - 15 | -9 | 5 |
Athugasemdir