Franska stórliðið Paris St-Germain er aðeins einum leik frá því að taka þrennuna eftir að hafa unnið öruggan 3-0 sigur gegn Reims í úrslitaleik franska bikarsins.
Aðeins tíu félög hafa náð að vinna deildina heima, bikarinn og Meistaradeildina á sama tímabili en PSG getur orðið það ellefta þegar það mætir Inter í úrslitaleiknum í München eftir viku.
Aðeins tíu félög hafa náð að vinna deildina heima, bikarinn og Meistaradeildina á sama tímabili en PSG getur orðið það ellefta þegar það mætir Inter í úrslitaleiknum í München eftir viku.
PSG tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Frakklandi í lok apríl og í kvöld vann liðið bikarkeppnina annað árið í röð. Bradley Barcola skoraði tvívegis og Achraf Hakimi skoraði þriðja markið fyrir hálfleik. Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum.
Luis Enrique getur orðið aðeins annar stjórinn sem vinnur þrennuna tvisvar en hann afrekaði það með Barcelona 2015. Pep Guardiola er eini stjórinn sem hefur unnið tvær tvennur; með Barcelona 2009 og Manchester City 2023.
Athugasemdir