Víkingur á toppinn en ÍA á botninn
Daði Berg Jónsson, lánsmaðurinn ungi frá Víkingi, skoraði tvívegis fyrir Vestra sem kom sér aftur á sigurbraut með því að vinna Stjörnuna 3-1 í fallegu veðri á Ísafirði í kvöld.
Garðbæingar voru yfir í hálfleik en enda með því að fara tómhentir heim. Með sigrinum komst Vestri upp að hlið Breiðabliks sem á leik á morgun.
Víkingar eru hinsvegar á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Breiðabliki og Vestra, eftir sigur gegn ÍA. Stígur Diljan Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni.
Víkingur komust í 2-0 áður en Haukur Andri Haraldsson minnkaði muninn. Ekkert var skorað í seinni hálfleik og ÍA er í neðsta sæti deildarinnar. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk rauða spjaldið frá dómaranum vegna mótmæla í uppbótartíma. Það gengur ekkert hjá Skagamönnum.
„Jón ekki sammála því að Ekroth hafi verið á undan, tuðar full mikið í varadómaranum. Hann var búinn að fá gult fyrr í leiknum, þannig það er ekki hægt að segja að það var ekki búið að aðvara hann," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu frá leiknum.
Umferðinni lýkur með viðureign FH og Breiðabliks annað kvöld.
Garðbæingar voru yfir í hálfleik en enda með því að fara tómhentir heim. Með sigrinum komst Vestri upp að hlið Breiðabliks sem á leik á morgun.
Víkingar eru hinsvegar á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Breiðabliki og Vestra, eftir sigur gegn ÍA. Stígur Diljan Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni.
Víkingur komust í 2-0 áður en Haukur Andri Haraldsson minnkaði muninn. Ekkert var skorað í seinni hálfleik og ÍA er í neðsta sæti deildarinnar. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk rauða spjaldið frá dómaranum vegna mótmæla í uppbótartíma. Það gengur ekkert hjá Skagamönnum.
„Jón ekki sammála því að Ekroth hafi verið á undan, tuðar full mikið í varadómaranum. Hann var búinn að fá gult fyrr í leiknum, þannig það er ekki hægt að segja að það var ekki búið að aðvara hann," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu frá leiknum.
Umferðinni lýkur með viðureign FH og Breiðabliks annað kvöld.
Vestri 3 - 1 Stjarnan
0-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('6 )
1-1 Gunnar Jónas Hauksson ('48 )
2-1 Daði Berg Jónsson ('75 )
3-1 Daði Berg Jónsson ('89 )
Lestu um leikinn
Víkingur R. 2 - 1 ÍA
1-0 Stígur Diljan Þórðarson ('10 )
2-0 Helgi Guðjónsson ('34 )
2-1 Haukur Andri Haraldsson ('44 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir