Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   lau 24. maí 2025 19:56
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Hallgrímur hefur verið mjög ánægður með svör sinna manna eftir svekkelsið í Mjólkurbikarnum.
Hallgrímur hefur verið mjög ánægður með svör sinna manna eftir svekkelsið í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Við erum bara ánægðir með leikinn. Stóðum okkur vel og lögðum okkur mikið fram á móti flottu Aftureldingarliði, sem að er nýbúið að koma til baka og vinna á móti KR. Það er skemmtileg ára yfir Aftureldingu, bara gott lið á boltann og mér fannst við bara standa okkur vel í dag. Mér fannst við fá færin í fyrri hálfleik, fáum tvö góð færi. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo skot á vítateignum. Svo er seinni hálfleikur þannig að við erum meira að reyna að ná markinu,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Afturelding

Hallgrímur talaði um augljóst mikilvægi þess að vinna fótboltaleiki og hann sagði að það hefði verið frábært að sjá hversu vel menn bökkuðu hvorn annan upp. Þá var augljóst eftir afleitan varnarleik gegn Fram að eitthvað þyrfti að breytast. KA liðið hefur núna haldið hreinu í tveimur leikjum í röð og það er eitthvað til þess að byggja á.

„Við þurftum að átta okkur á því að við þyrftum að verjast betur sem lið, því að hitt var ekki að ganga og margar ástæður fyrir því. Byrja á því að sinna vörninni og ég hef fengið frábær svör. Tveir leikir þar sem að allir leggja sig fram og þá gerast góðar hlutir. Við erum með frábært lið, frábæra leikmenn og frábært KA hjarta. Við sáum það bara undanfarin ár, hvernig þeir standa saman þegar illa gengur og það er auðvelt að standa saman þegar að vel gengur - en þegar illa gengur kemur aðeins í ljós úr hverju þú ert gerður. Stjórnin, fólkið hérna í KA heimilinu, áfram gakk. Þannig komum við okkur út úr vandræðunum og akkúrat núna er góð tilfinning, en það er vissulega mikil vinna framundan og mótið er bara nánast rétt byrjað,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner