„Þetta var hörkuleikur og mikill vinnusigur hjá okkur. Þær voru að gera það sem ég hef verið að segja þeim að gera og það sem við erum búin að vinna í og þetta hlaut að detta í hús,“ sagði Theodór Sveinjónsson eftir frábæran og nauðsynlegan sigur á ÍA í kvöld. En þetta var fyrsti sigur hans með Aftureldingu í sumar.
„Síðan ég byrjaði höfum við verið að vinna í varnarleiknum og við lögðum upp með að loka svæðum og loka á þær. Þær eru með nokkra skæða leikmenn“.
„Maður fer í alla leiki til að vinna og er virkilega ánægður með stelpurnar. Ég tel þetta sanngjarn sigur af okkur“.
„Þetta er yndisleg tilfinning og mjög kærkomin. Við þruftum á þessu að halda og stelpurnar líka að fá smá trú. Þegar við vinnum saman sem lið að þá er ýmislegt hægt að gera“, sagði Teddi sem var mjög sáttur með liðið sitt og sinn fyrsta sigur í sumar.
Athugasemdir






















