Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   mið 24. júní 2020 23:06
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Ekkert mörg lið í þessari deild sem ráða við þessa stráka
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mættust Kórdrengir og ÍA í 32-liða úrslitum og fór leikurinn alla leið í framlengingu en Skagamenn skoruðu sigurmarkið seint í fyrri hálfleik framlengingar.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  3 ÍA

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var sáttur með að vera komin áfram með sitt lið í 16-liða úrslit Mjólkurbikar karla

„Við vissum alveg að þetta yrði erfiður leikur, Kórdrengir eru virkilega vel skipulagðir og liggja þétt til baka og við sáum þá í síðasta leik í deildinni og þetta kom okkur ekkert á óvart."

Kórdrengir komast yfir snemma í leiknum og segir Jói að það hafi verið erfitt að brjóta þá niður eftir það mark

„Það kom mér svolítið á óvart hvernig við hleyptum þeim inn í leikinn snemma í byrjun með þessu marki og eftir það voru þeir enþá þéttari og enþá erfiðara að brjóta þá niður en ætlunarverkið tókst samt sem áður."

Tryggvi Hrafn og Stefán Teitur byrjuðu á bekknum og Óttar var ekki í hóp í dag og var Jói spurður hvort það hafi verið pirrandi að þurfa að nota Tryggva og Stefán Teit svona mikið í dag þar sem leikjaplanið er ansi þétt.

„Nei það er ekki pirrandi, þetta eru nátturulega bara ungir og frískir strákar og þeir fara létt með að spila mikið af leikjum og við hvílum okkur bara vel fram að næsta leik og þar verða allir klárir, engin meiðsli og allir í toppstandi."

Marcus Johansson og Hallur Flosa spiluðu báðir í dag, Marcus spilaði fyrri hálfleik í kvöld og Hallur Flosa kom fékk stundarfjórðung í dag og segir Jóhannes það gleðiefni.

„Já hann átti ekkert að spila meira heldur en bara hálfleik í dag og við erum að koma honum í gang aftur og frábært fyrir okkur að vera komnir með hann og Hall Flosa af stað, þannig við erum með heilan og flottan hóp í höndunum."

ÍA og KR mætast á sunnudaginn í 3. umferð Pepsi-Max deildarinnar og var Jóhannes spurður hvort það hafi ekki verið súrt að leikurinn hafi þurft að fara alla leið í framlengingu.

„Jú jú en bikarinn er nátturulega alltaf svolítið ævintýri og áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn sinn hérna í dag, það var spenna og nátturulega 5 mörk, auðvitað hefði maður vilja að þetta væri eitthvað auðveldara en KR-ingarnir eru líka í basli með sinn leikmannahóp en skipulagið er þannig að þeir fá auka dag í hvíld en það þýðir ekkert fyrir okkur að vera fókusa of mikið á það, við tökum bara okkar endurheimt vel og verður klárir þegar flautað verður til leiks á Sunnudaginn."

Tryggvi og Stefán Teitur komu báðir inn í síðari hálfleikinn og Jói var spurður hvort þeir hafi sýnt gildi sitt innan liðsins með þeirra innkomu.

„Já ég meina það vita það allir að þeir sem horfa á íslenskan fótbolta að Stefán Teitur og Tryggvi eru frábærir leikmenn og þeir sýndu það í þriðja markinu sem var svakalega vel gert og frábært mark. Það eru ekkert mörg lið sem ráða við þessa stráka í þessari deild og það er það sem við kunnum virkilega að meta við þá og reyndar alla okkar leikmenn, en Tryggvi og Stefán komu virkilega vel inn í þetta og hjálpuðu okkur að landa þessu og komast áfram í bikarnum sem var alltaf markmið dagsins.

„Það væri fínt að fá heimaleik, ég væri bara sáttur með það." sagði Jói þegar hann var spurður að lokum um óskamótherja í 16-liða úrslitunum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner