Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. júní 2021 02:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Brasilía kom til baka eftir eitt fallegasta mark ársins
Diaz gerði stórkostlegt mark.
Diaz gerði stórkostlegt mark.
Mynd: EPA
Brasilía kom til baka.
Brasilía kom til baka.
Mynd: EPA
Brasilía vann endurkomusigur á Kólumbíu á Copa America í leik sem var að klárast rétt í þessu. Það var mikið tuð og mikið væl í þessum leik, kannski skiljanlega af hálfu Kólumbíumanna.

Kólumbía tók forystuna á tíundu mínútu leiksins þegar Luis Diaz skoraði eitt af fallegustu mörkum ársins í fótboltaheiminum til þessa. Það er eflaust óhætt að segja það. Algjörlega stórkostlegt mark hjá honum.

Hægt er að sjá markið stórkostlega með því að smella hérna.

Brasilía fann engar glufur í fyrri hálfleik. Roberto Firmino kom inn á í hálfleik og hann kom inn með mikinn kraft. Þessi öflugi sóknarmaður Liverpool jafnaði með skalla á 78. mínútu. Það var mikil töf á leiknum eftir markið þar sem boltinn fór í dómara leiksins þegar Brasilía sótti. Dómarinn átti að stöðva leikinn en gerði það ekki. Kólumbíumenn voru brjálaðir, og það réttilega.

Markið fékk að standa og í kjölfarið fengu Brasilía mikinn tíma til að ná sigurmarkinu. Kólumbíumenn tuðuðu svo mikið að tíu mínútum var bætt við. Í uppbótartímanum skoraði Casemiro eftir hornspyrnu, sigurmark Brasilíu. Varnarleikur Kólumbíu í hornspyrnunni var algjörlega skelfilegur.

Þessi leikur var í B-riðli, rétt eins og leikur Ekvador og Perú, sem var spilaður áður en leikur Brasilíu og Kólumbíu hófst. Þar komst Ekvador í 2-0 í fyrri hálfleik, en Perú sýndi gríðarlegan karakter og kom til baka í seinni hálfleiknum.

Brasilía er á toppi riðilsins með níu stig, fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Kólumbía er í öðru sæti með fjögur stig, en þeir hafa lokið sér af í riðlakeppninni. Perú er í þriðja sæti með fjögur stig og Ekvador í fjórða sæti með tvö stig, eins og Venesúela sem er í fimmta sæti. Efstu fjögur liðin úr þessum fimm liða riðli fara áfram í átta-liða úrslitin.

Brasilía 2 - 1 Kólumbía
0-1 Luis Diaz ('10 )
1-1 Roberto Firmino ('78 )
2-1 Casemiro ('90 )

Ekvador 2 - 2 Perú
1-0 Renato Tapia ('23, sjálfsmark)
2-0 Eduar Preciado ('45)
2-1 Gianluca Lapadula ('49)
2-2 Andre Carrillo ('54)
Athugasemdir
banner
banner