Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. júní 2021 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Jó samdi bara út tímabilið - Er þetta framtíðarráðning?
Ólafur Jóhannesson og Davíð Þór Viðarsson, þjálfarar FH.
Ólafur Jóhannesson og Davíð Þór Viðarsson, þjálfarar FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óli er mættur aftur í Krikann.
Óli er mættur aftur í Krikann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var í vikunni tilkynnt um ráðningu FH á Ólafi Jóhannessyni. Ólaf þarf ekki að kynna fyrir FH-ingum en þetta er í fjórða sinn sem hann tekur við liðinu.

Ólafur stýrði FH til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins, og vann fjóra titla með FH liðið frá 2003-2007.

Hans fyrsti leikur var gegn Njarðvík í bikarnum í gær, og tókst FH að vinna 4-1 eftir að hafa lent 1-0 undir.

Það var ekki gefið upp um það í fréttatilkynningu hversu lengi samningur Ólafs er. Hann opinberaði það í viðtali eftir leikinn í gær að samningurinn væri bara út þetta tímabil.

„Ég vildi það bara. Það er bara fínt að klára þetta ár og sjá hvað gerist," sagði Ólafur.

Framtíðarráðning?
Það var rætt um það í Innastinu hvort að ráðningin á Ólafi væri til framtíðar.

„Þegar það er búið að vera þungt yfir mönnum og hlutirnir ekki að ganga upp, þá held ég að það sé afskaplega gott að fá mann eins og Óla Jó inn í þetta. Hann gjörþekkir þetta út og inn, er ekki að flækja hlutina alltof mikið, það er ákveðinn léttleiki í kringum hann og hann er skemmtilegur karakter. Hann er líka lifandi goðsögn þarna," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Þetta er akkúrat það sem FH þurfti á þessum tímapunkti."

„Hann hefur svo gaman að þessu. Hann verður þarna í mörg ár," sagði Ingólfur jafnframt en Tómas Þór Þórðarson er ekki alveg jafn viss.

„Ég veit það ekki. Manni langar einhvern veginn að segja nei því hann er 63 ára gamall... kannski skiptir aldur ekki máli í þessu. Hann þarf að standa á hliðarlínunni og þjálfa," sagði Tómas.

„Óli hefur alltaf þjálfað góð fótboltalið... liðið þegar Óli mætir í FH (2003) er mjög gott. Ég er ekki að taka neitt af honum, hann gerði liðið að Íslandsmeisturum og allt það. Þeir héldu áfram að vinna og liðið var mjög gott. Hann var svo með Val sem var líka mjög gott lið. Hann er raðsigurvegari, titlavél með góð lið... FH hefur undanfarin misseri reynt að endurnýja liðið. Það er verið að reyna að yngja upp í bland við að fá súperstjörnur eins og Eggert og Matta. Þeir þurfa að endurnýja liðið og er Óli þjálfarinn sem getur það? Getur hann unnið með Vuk, Loga Hrafn, Baldur Loga, Þóri Jóhann? Örugglega, því hann er frábær," sagði Tómas.

„Gæi eins og Freysi hefði hljómað betur inn í þessa framtíðarmúsík sem þeir hafa verið að sýna fram á. Eina sem ég veit er að Ólafur Jóhannesson er frábær þjálfari."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan, og líka má horfa á fyrsta viðtalið við Óla eftir að hann tók við FH á nýjan leik.
Óli Jó: Þurfum að slípa leikinn og vera jákvæðari
Innkastið - Logi látinn fjúka og víti fara forgörðum
Athugasemdir
banner
banner
banner