Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 11:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr um Loga: Þeir eru mjög hrifnir af honum, ekki bara ég
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir vinstri bakverðir virðast vera á óskalista Freys Alexanderssonar hjá Kortrijk í Belgíu. Kolbeinn Birgir Finnsson var nýverið orðaður við félagið og Logi Tómasson er á lista hjá félaginu.

Freyr var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net og staðfesti þar áhuga á Loga en hann vann áður með Kolbeini hjá Lyngby.

„Ég held að það sé ekkert tilboð komið í hann, en hann er einn af þeim leikmönnum þar sem við höfum haft samband við félagið hans og þreifingar í gangi," sagði Freyr.

„Ég þarf fimm byrjunarliðsmenn og svo fimm í viðbót sem geta byrjað. Þetta eru tíu leikmenn."

Logi hefur verið að leika frábærlega með Stromsgödset í Noregi eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Víkingum í fyrra.

„'Recruitment' deildin hjá mér komu með hann að borðinu á undan mér," sagði Freyr um Loga en 'recruitment' deildin er deild innan félagsins sem sér um að finna nýja leikmenn fyrir félagið.

„Þeir eru mjög hrifnir af honum. Það er ekki bara ég. Hann hefur mikla hæfileika. Hann er stór, sterkur og með geðveikan vinstri fót. Hann er enn að reyna að sanna sig og það er alltaf kostur. Svo er hann lifandi karakter og ég elska svoleiðis. Ég vil ekki flatt fólk í kringum mig í fótboltaliði."

„Ég hef ekki talað við hann en þetta kom í fjölmiðlum og ég vil ekki tala í kringum þetta," sagði Freyr.
Útvarpsþátturinn - Freysi og kraftaverkið í Kortrijk
Athugasemdir
banner
banner
banner