Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. júlí 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Úrslitaleikur um Meistaradeildina
Leicester þarf að vinna Manchester United.
Leicester þarf að vinna Manchester United.
Mynd: Getty Images
Bournemouth er í stórhættu á að falla.
Bournemouth er í stórhættu á að falla.
Mynd: Getty Images
Það verður glens og gaman á sunnudaginn þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið fer fram í heild sinni klukkan 15:00.

Liverpool er auðvitað búið að tryggja sér titilinn eins og allir vita og Manchester City annað sætið. Baráttan um hin tvö Meistaradeildarsætin er hins vegar mjög hörð á milli Chelsea, Manchester United og Leicester.

Chelsea og Man Utd eru fyrir lokaumferðina jöfn að stigum, með einu stigi meira en Leicester. Man Utd mætir Leicester á heimavelli síðarnefnda liðsins þar sem Leicester þarf sigur til að komast á meðal efstu fjögurra liða.

Wolves mun leika í Evrópudeildina á næsta tímabili, en það er ekki alveg ljóst með Tottenham sem er í sjöunda sæti, einu stigi á eftir Wolves. Liðið sem endar í sjöunda sæti þarf að treysta á að Chelsea vinni Arsenal í bikarúrslitunum til að fá Evrópusæti.

Svo er það fallbaráttan sem er mjög spennandi. Norwich er náttúrulega fallið, en óljóst er hvaða tvö lið fara einnig niður. Fyrir umferðina í dag eru Bournemouth og Watford í fallsæti. Bournemouth þarf að vinna Everton á útivelli og treysta á að Watford og Aston Villa tapi sínum leikjum.

Hér að neðan má sjá alla leikina í lokaumferðinni og þar fyrir neðan er stigataflan í deildinni.

Allir leikirnir verða sýndir í beinni hjá Síminn Sport.

sunnudagur 26. júlí
15:00 Southampton - Sheffield Utd
15:00 Newcastle - Liverpool
15:00 Man City - Norwich
15:00 Leicester - Man Utd
15:00 Crystal Palace - Tottenham
15:00 Chelsea - Wolves
15:00 Burnley - Brighton
15:00 Arsenal - Watford
15:00 West Ham - Aston Villa
15:00 Everton - Bournemouth
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner