Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. júlí 2020 10:00
Innkastið
Patrick Pedersen meiddur - Nýr framherji í Val?
Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen, framherji Vals, fór meiddur af velli í 3-0 sigri liðsins á Fylki í gær. Patrick fékk tak í bakið og varð að ljúka keppni.

Patrick fór af velli á 75. mínútu en þá fór Sigurður Egill Lárusson af kantinum og í fremstu víglínu. Ólafur Karl Finsen, sem hefur áður spilað frammi, er líklega á förum frá Val í ágúst glugganum.

Í Innkastinu í gær var rætt um það hvort Valur muni bæta við sig framherja í félagaskiptaglugganum í ágúst en Patrick er eini hreinræktaði framherjinn í hópnum hjá liðinu.

Valsmenn höfðu áhuga á að bæta við framherja í hópinn í vetur áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.

„Það er stutt í að glugginn opni. Valsmenn hljóta að fá sér níu í glugganum," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær.

Sjá einnig:
Heimir: Erum að skoða málin með Óla Kalla
Innkastið - Titringur í Breiðabliki og Stjarnan getur unnið mótið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner