Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 24. ágúst 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Framtíð Mustafi óljós: Gætum verið áfram í London
Mustafi spilaði 112 leiki fyrir Arsenal á þremur árum. Emery er ekki sérlega hrifinn af honum og keypti David Luiz til að leysa hann af hólmi.
Mustafi spilaði 112 leiki fyrir Arsenal á þremur árum. Emery er ekki sérlega hrifinn af honum og keypti David Luiz til að leysa hann af hólmi.
Mynd: Getty Images
Þýski varnarmaðurinn Shkodran Mustafi gæti verið á förum frá Arsenal eftir að Unai Emery tilkynnti honum að krafta hans væri ekki lengur óskað.

Faðir Mustafi, sem er umboðsmaður hans, telur því að besta í stöðunni sé að leita að nýju félagi fyrir son sinn.

„Shkodran hefur notið sín á tíma sínum hjá Arsenal. Við erum enn samningsbundnir félaginu í tvö ár og gætum því verið áfram í London," segir í yfirlýsingu frá Kujtim Mustafi.

„Félagaskipti eru þó besti kosturinn fyrir alla aðila og við munum reyna að finna lausn."

Shkodran er 27 ára og hefur verið hjá Arsenal í þrjú ár. Hann kom frá Valencia fyrir 35 milljónir punda. Þar áður var hann lykilmaður hjá Sampdoria eftir að hafa komið upp í gegnum unglingastarfið hjá HSV fyrst og síðan Everton.

Misjafnar frammistöður hans og einbeitingaleysi á mikilvægum stundum hafa orðið til þess að stuðningsmenn Arsenal vilja flestir sjá Mustafi fara burt frá félaginu. Hann þénar tæplega 100 þúsund pund á viku og er metinn á um 20 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner