Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   lau 24. ágúst 2019 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli lagði Fiorentina í sjö marka leik
Fiorentina 3 - 4 Napoli
1-0 Erick Pulgar ('9, víti)
1-1 Dries Mertens ('38)
1-2 Lorenzo Insigne ('43, víti)
2-2 Nikola Milenkovic ('52)
2-3 Jose Callejon ('56)
3-3 Kevin-Prince Boateng ('65)
3-4 Lorenzo Insigne ('67)

Erick Pulgar kom Fiorentina yfir gegn Napoli er liðin mættust í ítalska boltanum fyrr í kvöld. Pulgar er nýkominn til félagsins frá Bologna til að fylla í skarð Jordan Veretout. Miðjumaðurinn skoraði úr vítaspyrnu, en Veretout var gamla vítaskyttan.

Leikurinn var jafn og fjörugur og jafnaði Dries Mertens fyrir gestina undir lok fyrri hálfleiks. Hann fékk þá boltann fyrir utan teig og átti glæsilegt skot. Skömmu síðar komust gestirnir yfir þegar Lorenzo Insigne skoraði úr vítaspyrnu. Báðir vítaspyrnudómarnir voru umdeildir en staðan 1-2 í hálfleik.

Nikola Milenkovic jafnaði með skallamarki eftir hornspyrnu en fjórum mínútum síðar var Jose Callejon búinn að koma Napoli yfir á nýjan leik.

Kevin-Prince Boateng jafnaði á nýjan leik en tveimur mínútum síðar skoraði Insigne fjórða mark Napoli eftir fallega skyndisókn.

Meira var ekki skorað í jöfnum leik og ljóst að Napoli byrjar tímabilið á sigri, rétt eins og Ítalíumeistarar Juventus sem lögðu Parma að velli fyrr í dag.

Cittadella 0 - 3 Spezia
0-1 F. Ricci ('48)
0-2 A. Galabinov ('52)
0-3 L. Mora ('62)

Í B-deildinni var Sveinn Aron Guðjohnsen ónotaður varamaður er Spezia lagði Cittadella að velli, 0-3.

Sveinn hefur farið vel af stað í haust og skoraði í æfingaleik gegn Sampdoria, sem lauk með 3-5 tapi. Þá skoraði hann í 5-0 sigri í fyrstu umferð bikarsins.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner