Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
banner
   lau 24. ágúst 2019 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sindri Snær: Sólin skín og þá er gaman að brosa
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Sindri Snær Magnússon skipti úr ÍBV og yfir til ÍA í sumar og var í liði Skagamanna sem felldi Eyjamenn fyrr í dag.

ÍA vann leikinn 2-1 og var þetta fyrsti sigur Sindra Snæs í sumar. Hann var ónotaður varamaður þegar ÍBV lagði ÍA að velli 3-2 fyrr í sumar.

„Ég er fyrst og fremst ánægður með þrjú frábær stig. Að þeir skuli falla er bara eitthvað sem gerðist hjá ÍBV í sumar," sagði Sindri.

„Þetta eru allt vinir mínir svo auðvitað er sorglegt að sjá frábæran klúbb falla. Ég vona að þeir komi strax upp aftur.

„Það er ógeðslega gaman að vinna. Ég vann einmitt ÍA einu sinni í sumar þegar ég var á bekknum og fékk að syngja þá á móti ÍA. Núna fæ ég að syngja á móti ÍBV þannig ég er bara mjög ánægður. Sólin skín og þá er gaman að brosa."


Sindri segist vera ánægður á Skaganum og spenntur fyrir framtíðinni. Hann hefur áður leikið fyrir ÍR, Breiðablik, Selfoss og Keflavík.
Athugasemdir
banner