Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   lau 24. ágúst 2019 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sindri Snær: Sólin skín og þá er gaman að brosa
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Sindri Snær Magnússon skipti úr ÍBV og yfir til ÍA í sumar og var í liði Skagamanna sem felldi Eyjamenn fyrr í dag.

ÍA vann leikinn 2-1 og var þetta fyrsti sigur Sindra Snæs í sumar. Hann var ónotaður varamaður þegar ÍBV lagði ÍA að velli 3-2 fyrr í sumar.

„Ég er fyrst og fremst ánægður með þrjú frábær stig. Að þeir skuli falla er bara eitthvað sem gerðist hjá ÍBV í sumar," sagði Sindri.

„Þetta eru allt vinir mínir svo auðvitað er sorglegt að sjá frábæran klúbb falla. Ég vona að þeir komi strax upp aftur.

„Það er ógeðslega gaman að vinna. Ég vann einmitt ÍA einu sinni í sumar þegar ég var á bekknum og fékk að syngja þá á móti ÍA. Núna fæ ég að syngja á móti ÍBV þannig ég er bara mjög ánægður. Sólin skín og þá er gaman að brosa."


Sindri segist vera ánægður á Skaganum og spenntur fyrir framtíðinni. Hann hefur áður leikið fyrir ÍR, Breiðablik, Selfoss og Keflavík.
Athugasemdir
banner