
„Þetta er gríðarlega súrt, mér fannst við spila ágætis leik í dag," segir Hólmar Örn fyrirliði Vals eftir 1-0 tap gegn Vestra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
„Vestri gerir það sem Vestri gerir vel. Þeir berjast með öllu sem þeir eiga og henda sér fyrir allt og það virkaði í dag."
„Mörk breyta leikjum, þeir skora þetta frábæra mark þarna, síðan eru þeir góðir í því sem þeir gera og gerðu það vel."
Mun tapið sitja þungt í liðinu?
„Nei, við megum ekki leyfa því að gerast. Við kannski tökum kvöldið í kvöld og sleikjum aðeins sárin. Svo reisum við okkur upp og það er Afturelding á þriðjudaginn."
Viðtalið við Hólmar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir