
Valur tapaði gegn Vestra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Jeppe Pedersen, leikmaður Vestra skoraði eina mark leiksins. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
„Tilfinningarnar eru ekki góðar, skiljanlega. Að koma alla leið í úrslitaleik og tapa eftir að hafa gefið allt okkar í þetta, þá eru alltaf vondar tilfinningar."
„Leikurinn spilaðist eins og við undirbjuggum hann. Við vorum meira með boltann og fáum stöður til að opna múr af 10-11 leikmönnunum sem eru fyrir aftan boltann."
„Þeir skora frábært mark en við höldum áfram allan leikinn. Það er svekkjandi að setja boltann ekki inn í þessum færum sem við fengum í fyrri hálfleik. Það var bara eitt lið á vellinum nánast allan leikinn."
„Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag en einhvern veginn náðum við ekki að setja boltann í markið."
Viðtalið við Túfa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir