Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Markvörður Chelsea var atvinnulaus fyrir sex árum
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: Getty Images
Chelsea keypti í dag markvörðinn Edouard Mendy frá Rennes í Frakklandi á 22 milljónir punda en talið er líklegt að hann taki við sem aðalmarkvörður af Kepa Arrizabalaga sem hefur verið mikið gagnrýndur að undanförnu.

BBC birtir í dag ítarlega grein um feril Mendy en þessi 28 ára gamli leikmaður á einungis tvö heil tímabil að baki í frönsku úrvalsdeildinni.

Mendy byrjaði meistaraflokksferilinn með Cherbourg í C-deildinni en hann lék átta leiki með liðinu á árunum 2011 til 2013. Eftir fall í D-deildina var Mendy aðalmarkvörður hjá Cherbourg tímabilið 2013/2014 en hann var þó ekki atvinnumannasamningi þar.

Þegar samningur Mendy rann út árið 2014 var eftirspurnin lítil eftir honum. Umboðsmaður sagðist ætla að koma honum að hjá félagi í ensku C-deildinni en það loforð var svikið.

Mendy var á atvinnuleysisbótum í heilt ár og íhugaði að hætta í fótbolta áður en hann fékk tilboð um að fara til Marseille og verða fjórði markvörður þar á lágmarkslaunum.

Mendy spilaði nokkra leiki með varaliði Marseille í D-deildinni en í kjölfarið bauðst honum nýr tveggja ára samningur hjá félaginu. Mendy ákvað hins vegar að taka frekar tilboði Reims og vera varamarkvörður í frönsku B-deildinni.

Mendy kom við sögu í nokkrum leikjum hjá Reims í B-deildinni en sumarið 2017 urðu þjálfaraskipti hjá Reims og Senegalinn var gerður að aðalmarkverði.

Síðan þá hefur uppgangur Mendy verið ótrúlegur. Hann hjálpaði Reims upp í frönsku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og hélt 19 sinnum hreinu í 38 leikjum í B-deildinni.

Ári síðar hélt hann 14 sinnum hreinu með Reims í úrvalsdeidlinni og í kjölfarið keypti Le Havre hann í sínar raðir. Hjá Le Havre hélt Mendy níu sinnum hreinu í 24 leikjum áður en keppni var hætt í mars vegna kórónuveirunnar.

Mendy, sem er 198 cm á hæð, hefur staðist öll próf sem hann hefur fengið undanfarin ár en spennandi verður að sjá hvernig hann tekst á við toppbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni, sex árum eftir að ekkert félag vildi semja við hann.

Smelltu hér til að lesa grein BBC
Athugasemdir
banner
banner
banner