Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 24. september 2021 00:25
Fótbolti.net
Ívar Orri dæmir í Fossvogi og Erlendur í Kópavogi
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik Víkings og Leiknis.
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik Víkings og Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil spenna fyrir lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn, Víkingur eða Breiðablik verður Íslandsmeistari og hörð barátta er um að forðast það að falla með Fylki.

Auk þess er spenna í baráttunni um þriðja sætið sem gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni, ef Víkingur mun vinna bikarinn.

Víkingar eru með spilin í sínum höndum og eiga leik á heimavelli gegn Leikni á í lokaumferðinni. Ívar Orri Kristjánsson mun dæma þann leik en hann hefur verið valinn dómari ársins síðustu tvö ár.

Birkir Sigurðarson og Oddur Helgi Guðmundsson verða aðstoðardómarar í Fossvogi og Egill Arnar Sigurþórsson fjórði dómari.

Breiðablik treystir á að Víkingur muni misstíga sig en þeir grænu leika gegn grönnum sínum í HK. Erlendur Eiríksson verður með flautuna en Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Eðvarðsson verða aðstoðardómarar. Arnar Ingi Ingvarsson verður fjórði dómari.

Hér má sjá hverjir sjá um að dæma í lokaumferðinni en þess má geta að Arnar Þór Stefánsson, sem dæmir leik Fylkis og Vals, er að fara að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild.

Sjá einnig:
Lokaumferðin verður í beinni á X977

laugardagur 25. september
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. | Ívar Orri Kristjánsson
14:00 Breiðablik-HK | Erlendur Eiríksson
14:00 Keflavík-ÍA | Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
14:00 KA-FH | Einar Ingi Jóhannsson
14:00 Stjarnan-KR | Jóhann Ingi Jónsson
14:00 Fylkir-Valur | Arnar Þór Stefánsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner