Fylkir tekur á móti KA í neðri hluta umspilsins í Bestu deild karla klukkan 17:00 á Wurth vellinum. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Fylki þar sem þeir geta komið sér 4 stigum frá fallsæti með sigri í dag. Leikurinn skiptir hinsvegar litlu máli fyrir KA sem getur ekki fallið og er með 6 stiga forskot á HK sem er í 8. sæti.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 4 KA
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis gerir eina breytingu á liðinu sem gerði 2-2 jafntefli við ÍBV í síðustu umferð. Emil Ásmundsson kemur inn í liðið á kostnað Ólafs Karls Finsen.
Hallgrímur Jónasson gerir 5 breytingar á liðinu sem vann Keflavík 4-2 í síðustu umferð en það eru þeir Steinþór Már Auðunsson, Dusan Brkovic, Rodrigo Gomes Mateo, Sveinn Margeir Hauksson og Daníel Hafsteinsson sem koma út út liðinu og fyrir þá koma Kristian Jajalo, Jóan Símun Edmundsson, Pætur Petersen, Ingimar Torbjörnsson Stöle og Andri Fannar Stefánsson
Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Pétur Bjarnason
10. Benedikt Daríus Garðarsson
16. Emil Ásmundsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sveinn Gísli Þorkelsson
24. Elís Rafn Björnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
5. Ívar Örn Árnason
6. Jóan Símun Edmundsson
8. Pætur Petersen
8. Harley Willard
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason