Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   sun 24. september 2023 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi: Versta frammistaðan undir minni stjórni
Mynd: EPA

Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í 3-1 sigri gegn Bournemouth í dag.


Hann segir frammistöðuna hafa verið sá verstu á tímabilinu en hann er sáttur með að hafa krækt í þrjú stig.

„Þetta er versti leikur sem liðið hefur spilað undir minni stjórn. Það voru tvö eða þrjú skipti í leiknum þar sem við vorum heppnir og á endanum sluppum við með sigur. Þetta er í fyrsta snin sem við spilum fótboltaleik eftir að hafa verið uppteknir í Evrópu í miðri viku," sagði De Zerbi, en Brighton tapaði afar óvænt á heimavelli gegn AEK frá Aþenu á fimmtudagskvöldið.

„Við þurfum að venjast því að spila í Evrópu, því fylgir aukið leikjaálag og meiri pressa. Ég skipti mörgum leikmönnum út á milli leikja til að forðast álagsmeiðsli, við getum ekki leyft okkur að missa lykilmenn úr hópnum á þessum tímapunkti. Við finnum mikið fyrir meiðslunum sem (Pascal) Gross varð fyrir."

Brighton er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig úr 6 umferðum, þremur stigum eftir toppliði Manchester City sem er enn með fullt hús stiga.


Athugasemdir
banner
banner
banner