lau 24. október 2020 11:00
Aksentije Milisic
Flugvél Man City lenti í vandræðum með hemlakerfið á leið til London
Mynd: Getty Images
Manchester City flaug til London í gær frá Manchester en liðið mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Flugvélin sem var með liðið um borð lenti hins vegar í vandræðum með hemlakerfið. Liðið átti að lenda á London City flugvellinum í gærkvöldi en þá neyddist vélin til þess að lenda í Stanstead sem er 54 kílómetrum frá.

Samkvæmt Daily Mail þá voru einhver vandræði með hálkuvörn vélarinnar. Þessi bilun þýddi það að þurfti lengri flugbraut heldur en þessi sem er á Londo City flugvellinum, til þess að lenda örugglega.

Stansead er með lengri flugbraut og því lenti vélin í Essex.

West Ham og Manchester City mætast í dag klukkan 11:30 í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner