Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. október 2020 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pellistri boðinn velkominn til Englands með hörkutæklingum
Mynd: Getty Images
Facundo Pellistri gekk undir lok félagaskiptagluggans í raðir Manchester United frá Penarol. Úrúgvæinn er átján ára gamall og þykir mikið efni.

Pellistri lék í gær sinn fyrsta leik þegar hann mætti Everton með U23 ára liði United. United vann dramatískan 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Leikmenn á borð við Marcos Rojo og Brandon Williams léku með U23 liði United í leiknum.

Pellistri var tæklaður nokkrum sinnum harkalega í leiknum og í tvígang fékk leikmaður Everton gult spjald fyrir tæklinguna.

„Pellistri var boðinn velkominn til Englands. Þetta var gott fyrir hann að fá 90 mínútur á vellinum og fá smjörþefinn af enskum fótbolta. Ég er viss um að hann muni byggja ofan á þessa frammistöðu," sagði Neil Wood sem þjálfar U23 lið United.

„Facundo hefur gert mjög vel síðan hann kom til félagsins. Hann talar ekki mikla ensku en hann er að læra. Hann mun nýta þetta sem stökkpall og ég mun hjálpa honum ef ég get. Ég naut þess að spila með honum," sagði Brandon Williams.

Pellistri var ónotaður varamaður þegar United vann PSG í Meistaradeildinni í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner