Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
   lau 24. október 2020 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sevilla tapaði á heimavelli
Sevilla tapaði óvænt á heimavelli í dag er Eibar kíkti í heimsókn. Kike gerði eina markið í bragðdaufum fyrri hálfleik.

Heimamenn lögðu allt í sóknarleikinn eftir leikhlé en náðu ekki að koma knettinum í netið þrátt fyrir sextán marktilraunir í síðari hálfleik.

Þetta var annar tapleikur Sevilla í röð og er liðið aðeins með sjö stig eftir fimm umferðir. Eibar er með átta stig eftir sjö leiki.

Þetta var í fyrsta sinn sem Sevilla tapar á heimavelli á árinu 2020.

Sevilla 0 - 1 Eibar
0-1 Kike ('41)

Osasuna hafði þá betur gegn Athletic Bilbao og er komið með tíu stig eftir sex umferðir.

Gestirnir frá Bilbao voru mun betri í fyrri hálfleik en náðu ekki að skora.

Síðari hálfleikurinn var jafn og gerði Ruben Garcia eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 81. mínútu.

Bilbao er aðeins með sex stig eftir sex umferðir.

Osasuna 1 - 0 Athletic Bilbao
1-0 Ruben Garcia ('81, víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
2 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 8 3 4 1 11 9 +2 13
8 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
9 Athletic 8 4 1 3 9 9 0 13
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
16 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
17 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
18 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
19 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
20 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
Athugasemdir
banner