Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 24. október 2021 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ritar pistil um Solskjær - Ekki með hæfileika til að ná á toppinn
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Adam Crafton, fjölmiðlamaður The Athletic, skrifar í kvöld pistil þar sem varpar þeirri skoðun fram að núna sé kominn tími á að Ole Gunnar Solskjær segi skilið við Manchester United.

Hann telur aðeins að kurteisi eða ranghugmyndir haldi Solskjær í starfi.

„Raunveruleikinn er sá að Solskjær stóð sig mjög vel knattspyrnustjóri Manchester United í tvö og hálft ár... en hann er ekki lengur að standa sig vel," skrifar Crafton og heldur áfram:

„Það gerir Solskjær ekki að fífli eða heimskingja, eða manni sem á skilið að grín sé gert að honum. Það gerir hann einfaldlega að ágætum þjálfara sem gerði United mun betra en þeir voru, en hætti síðan að gera það."

Man Utd tapaði 0-5 gegn erkifjendum sínum í Liverpool í dag. Crafton telur að það eigi að vera síðasti naglinn í kistu Solskjær. Hann segir að það megi ekki bara líta til frammistöðunnar í dag, heldur einnig í leikjum gegn Aston Villa, Everton, Villarreal, Atalanta og Leicester.

Miklu var bætt við leikmannahóp Man Utd síðasta sumar en Solskjær virðist ekki ætla að fara lengra með liðið. Honum hefur ekki enn tekist að vinna titil sem stjóri Man Utd.

„Solskjær er maður sem gerði United betra, en býr ekki yfir hæfileikum til að gera liðið að því allra besta," skrifar Crafton en greinina má sjá í heild sinni hérna.

Solskjær kveðst ekki vera búinn að gefast upp, en það er spurning hvort stjórnin sé á sama máli.
Athugasemdir
banner