Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. nóvember 2022 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ingi Rafn ráðinn aðstoðarþjálfari Selfoss
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingi Rafn Ingibergsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Selfoss eftir að hafa starfað sem yngriflokkaþjálfari hjá félaginu undanfarin ár.


Ingi Rafn vinnur að því að sækja sér UEFA-A þjálfararéttindi en hann er Selfyssingum vel kunnugur eftir að hafa leikið ríflega 300 leiki fyrir félagið. Ingi Rafn lék einnig fyrir Ægi, ÍBV, Frey og nú síðast Árborg í sumar.

Ingi Rafn hefur þegar tekið til starfa þar sem Selfoss liðið er komið á fullt í sínum undirbúningi fyrir næstu leiktíð. Þjálfarateymið þar er farið að taka á sig góða mynd eftir að Stefán Logi Magnússon markmannsþjálfari framlengdi um eitt ár.

Selfoss endaði með 29 stig í Lengjudeildinni í ár eftir hrikalega lélegan seinni hluta sumars.


Athugasemdir
banner