Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. janúar 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Goretzka klippti boltann laglega í netið
Mynd: Getty Images
Á 50. mínútu leiks Bayern Munchen og Schalke tók Joshua Kimmich hornspyrnu fyrir Bayern.

Fyrirgjöf Kimmich fann Leon Goretzka í teignum og skallaði Goretzka í átt að marki Schalke. Skallinn fór beint í varnarmann Schalke en féll beint til Goretzka sem stökk upp og tók boltann á lofti með laglegri klippu.

Boltinn endaði í markinu eftir þessi laglegu tilþrif og leiddi Bayern á þessum tímapunkti 3-0.

Leikar enduðu 5-0 fyrir Bayern sem er stigi á eftir toppliði RB Leipzig eftir leiki dagsins. Myndband af marki Goretzka má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner