mán 25. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Juventus tók Harry Potter fagn
McKennie hefur verið öflugur fyrir Juventus.
McKennie hefur verið öflugur fyrir Juventus.
Mynd: Getty Images
Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie hefur átt gott tímabil fyrir Juventus en hann er þar í láni frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Schalke.

McKennie skoraði síðara mark Juventus í 2-0 sigri á Íslendingaliði Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í gær, með skalla eftir hornspyrnu.

Hann fagnaði með því að þykjast veifa töfrasprota. Hann var beðinn um að útskýra fagnið í viðtali eftir leik.

„Ég er mikill aðdáandi Harry Potter, ég er með húðflúr á hendinni og þarna var ég að framkvæma töfra," sagði McKennie hress í viðtali eftir leikinn.

Bækurnar og kvikmyndirnar um galdrastrákinn Harry Potter hafa náð gríðarlegum vinsældum um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner