Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. janúar 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Er Fabinho búinn að taka fram úr Salah?
Mynd: EPA
James Milner er vítaskytta númer eitt hjá Liverpool og Mohamed Salah kemur þar næstur. Fabinho hefur hinsvegar skorað úr síðustu tveimur vítum sem liðið hefur fengið.

Salah er um þessar mundir í Afríkukeppninni og hefur því ekki verið til taks til að taka spyrnurnar og Milner ekki verið inná. Fabinho skoraði tvö mörk í 4-1 sigri liðsins á Shrewsbury í FA Bikarnum í byrjun janúar og annað var úr vítaspyrnu.

Hann gulltryggði síðan 3-1 sigur Liverpool gegn Crystal Palace um helgina með marki úr víti. Salah hefur klikkað á tveimur af fimm vítaspyrnum sem hann hefur tekið á þessari leiktíð.

Alex Oxlade-Chamberlain var til viðtals hjá LFC TV þar sem hann velti fyrir sér hvort Fabinho sé orðin vítaskytta númer tvö á eftir Milner.

„Hann skoraði nokkur núna og það lítur út fyrir að hann hafi tekið yfir vítaspyrnurnar. Það verður áhugavert að sja þegar Salah kemur aftur hvort hann sé ennþá númer tvö. Þetta var þó gott, við þurftum á þessu að halda frá honum."

Jordan Henderson fyrirliði Liverpool tók undir orð Fabinho.

„Salah er ekki sáttur með að hafa ekki verið hér til að taka spyrnurnar. Fabinho fékk nokkur víti, nokkur mörk uppá síðkastið svo það var gott fyrir hann að komast á blað og tryggja sigur að lokum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner