Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   þri 25. janúar 2022 10:21
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand spáir þessum liðum falli
Rio Ferdinand er fyrrum leikmaður Manchester United.
Rio Ferdinand er fyrrum leikmaður Manchester United.
Mynd: EPA
Rio Ferdinand telur að Newcastle United muni komast upp úr fallsvæðinu og halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Lið Eddie Howe vann annan deildarsigur sinn á tímabilinu þegar það lagði Leeds United á laugardaginn.

„Ég tel að Newcastle haldi sér og muni svo gera stór kaup næsta sumar. Þeir hafa styrkt sig skynsamlega í glugganum hingað til," segir Ferdinand en Kieran Trippier og Chris Wood gengu í raðir félagsins.

Everton hefur blandað sér í fallbaráttuna og er í stjóraleit eftir að Rafa Benítez var rekinn. Ferdinand telur þó að liðið muni ekki lenda í vandræðum og spáir Norwich, Watford og Burnley falli. Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Burnley.

„Ég var búinn að bóka fall hjá Norwich áður en liðið fór á þetta skrið sem það er á núna. En ég held að þetta hlé sem er núna á deildinni hafi drepið þetta góða skrið," segir Ferdinand.

„Ég spái því að Burnley, Watford og Norwich falli. Ég held að Newcastle bjargi sér. Þeir munu fá einn til tvo leikmenn til viðbótar í glugganum sem munu hafa áhrif."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner
banner