Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. janúar 2022 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Lingard ósáttur við Man Utd - Fer líklega ekki til Newcastle
Jesse Lingard
Jesse Lingard
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Jesse Lingard er æfur út í stjórn enska félagsins Manchester United en það er ekki útlit fyrir að hann sé á leið til Newcastle United á láni.

Ralf Rangnick, stjóri Man Utd, var búinn að gefa Lingard grænt ljós á að yfirgefa félagið í þessum glugga á láni en Newcastle hefur verið í viðræðum við Man Utd.

Samkvæmt David Ornstein þá er ekki útlit fyrir að félögin nái saman en Newcastle er ekki reiðubúið að ganga að verðmiðanum sem Man Utd hefur sett.

Newcastle er reiðubúið að greiða Man Utd 6 milljónir punda fyrir lándsvölina en Man Utd vill meira og eru því meiri líkur en minni á að hann verði áfram á Old Trafford.

Lingard er sagður afar ósáttur við Man Utd sem meinaði honum að fara á lán til West Ham og Tottenham þar sem liðin væru í baráttu við United um Meistaradeildarsæti.

Enski sóknartengiliðurinn á sex mánuði eftir af samningi sínum hjá United og þykir afar ólíklegt að hann framlengi við félagið.
Athugasemdir
banner
banner