Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. janúar 2022 23:36
Brynjar Ingi Erluson
Stórliðin fylgjast með brasilísku ungstirni - Fer hann til Real Madrid?
Endrick og Vinicius Jr gætu spilað saman í framtíðinni
Endrick og Vinicius Jr gætu spilað saman í framtíðinni
Mynd: EPA
Öll stærstu félög heims sendu njósnara á U20 ára mótið Copinha á dögunum til að fylgjast með hinum 15 ára gamla leikmanni Palmeiras, Endrick, en sá er sagður einn sá allra efnilegasti leikmaður landsins í mörg ár.

Endrick lék með töluvert eldri leikmönnum á mótinu en þrátt fyrir það var hann valinn besti leikmaðurinn og átti flottasta markið en hann skoraði sex mörk á mótinu.

Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Barcelona, Bayern München, Paris Saint-Germain og Real Madrid voru öll með njósnara á svæðinu til að fylgjast með Endrick sem má semja við lið utan Evrópu eftir sex mánuði eða þegar hann verður 16 ára.

Reglurnar í Brasilíu eru þó þannig að hann má ekki ganga formlega til liðs við félög í Evrópu fyrr en hann hefur náð 18 ára aldri. Palmeiras fer fram á að minnsta kosti 30 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Samkvæmt spænska blaðamanninum Marcos Benito er Real Madrid búið að vinna kapphlaupið um hann og fullyrðir hann að Endrick gangi til liðs við Madrídarliðið árið 2024.

Hér fyrir neðan má sjá flottasta mark mótsins sem hann skoraði á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner