
27. umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst í kvöld með viðureign Southampton og Norwich. Alls fara átta leikir fram í umferðinni þar sem Chelsea og Liverpool mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins.
Spámaður spáir um úrslitin í úrslitaleiknum sem og í leik Burnley og Leicester sem fram fer í næstu viku.
Grínistinn og leikarinn Vilhelm Neto spáir í leiki helgarinnar. Villi er 28 ára, hálfur Portúgali, og er þekktur fyrir skemmtileg myndbönd á samfélagsmiðlum.
Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Venezia, var með sex rétta er hann spáði í 26. umferð.
Svona spáir Villi leikjunum:
Spámaður spáir um úrslitin í úrslitaleiknum sem og í leik Burnley og Leicester sem fram fer í næstu viku.
Grínistinn og leikarinn Vilhelm Neto spáir í leiki helgarinnar. Villi er 28 ára, hálfur Portúgali, og er þekktur fyrir skemmtileg myndbönd á samfélagsmiðlum.
Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Venezia, var með sex rétta er hann spáði í 26. umferð.
Svona spáir Villi leikjunum:
Southampton 3 - 0 Norwich
Dýrlingarnir frá Southampton hafa verið á skriði og Livramento er kominn til baka. Norwich elskar að vera neðst í deildinni. Þessi föstudagsleikur endar 3-0, þægilegur sigur og Livramento með assist.
Leeds 2 - 1 Tottenham
Tottenham haga sér eins og íslenska veðrið. Eina stundina er ekkert í gangi og svo allt í einu koma þrír stormar á einni viku. Spurs mun Spursa yfir sig. Daniel James vinur minn skorar í 2-1 sigri Leeds.
Brentford 1 - 0 Newcastle
Ég var að panta mér Eriksen treyju. Er mikill Brentford maður. Hjartað vinnur olíupeningana. Passion danskur 1-0 sigur, Tuborg á alla leikmennina og eigandi Newcastle fer að grenja. Einhver Dani mun skora markið.
Brighton 1 - 1 Aston Villa
Ég opnaði fantasy appið þar sem stóð að Dunk væri kominn til baka fyrir Brighton. Fótboltalið vilja hafa gæja sem heita Dunk í liðinu sínu. Ég spái 1-1 og Dunk verður maður leiksins.
Crystal Palace 1 - 4 Burnley
Weghorst til Burnley minnir mig svolítið á þegar Deco byrjaði að spila með Portúgal, þetta smellpassar. Þetta meikar bara sense, Weghorst fæddist til að spila fyrir Burnley. Burnley verið að skora hátt í expected goals sem ég veit ekki hvað þýðir en ég held að það sé gott. Stærsti aðdáandi Crystal Palace, Siffi G, mun grenja í viku þegar Burnley slátrar þeim 4-1. Ég myndi captaina Weghorst í fantasy, double gameweek.
Manchester United 3 - 2 Watford
Það eru margir Portúgalar í United sem er skemmtilegt. Mér finnst alltaf eins og Bruno sé að fá gult spjald? Hann er með þetta portúglaska heita blóð. Ég spái 3-2 fyrir United. Bruno mun vera pirraður allan tímann en skora og fagna brjálæðislega mikið.
Everton 1 - 3 Manchester City
Það gleymist í umræðunni að Portúgalanir í City eru lykilmennirnir. Það eru líka fjórir fyrrverandi Benfica menn í liðinu! Sem stærsti Benfica aðdáandi Íslands þá hef ég gaman af því að kveikja á City leikjum. Held ekki með City en held með Benfica Boys. Slátrun 3-1 fyrir City, bara portúgölsk mörk. Bernardo, Cancelo og svo Andre Gomes fyrir Everton, alvöru portúgölsk veisla.
West Ham 0 - 1 Wolves
Ég er mikill Wolves maður. Annar hver maður er Portúgali sem er frábært. Svona eins og portúgalska landsliðið í ensku deildinni. Þetta er erfiður leikur samt, bæði lið sterk og berjast mikið. Portúgalska þrautseigjan skilar naumum sigri eftir erfiðan leik. Ruben Neves með skot fyrir utan teig, 1-0 sigur fyrir Wolves.
Liverpool 2 - 1 Chelsea
Þýskir þjálfarar mætast, hvílík veisla. Ég hef farið til Berlín tvisvar, þýskaland er stórskemmtilegt land. En hvor Þjóðverjinn mun vinna? Þeir fæddust báðir í Vestur-Þýskalandi, það segir mér ekkert. Ég held að Liverpool taki þetta. Ég fékk mér Timo Werner í fantasy og er enn pirraður yfir því. Ég spái 2-1 sigur fyrir Liverpool í uppbótartíma. Minn maður Jota tryggir sigurinn og kórónar þar með frábæra portúgalska helgi í enska boltanum.
Burnley 2 - 1 Leicester
Burnley er komið í gang. Weghorst og Tarkowski munu fara illa með Leicester. Vardy skiptir um nýtt orkudrykkja brand eftir enn einn ósigurinn. Sætið verður heitt hjá Brendan. 2-1, Weghorst með mark.
Fyrri spámenn:
Arnór Sig - 6 réttir
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Aston Villa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Bournemouth | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Brentford | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Brighton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Burnley | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Chelsea | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Crystal Palace | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Everton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Fulham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Leeds | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Liverpool | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Man City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Man Utd | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Newcastle | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Nott. Forest | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sunderland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Tottenham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | West Ham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Wolves | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir