banner
   sun 26. desember 2021 11:40
Brynjar Ingi Erluson
Áslaug Munda spáir í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City mun vinna Leicester
Manchester City mun vinna Leicester
Mynd: EPA
Ralf Rangnick stýrir United til sigurs
Ralf Rangnick stýrir United til sigurs
Mynd: EPA
Nítjánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst um helgina og eru nokkrir frábærir leikir á dagskrá en það er þó ómögulegt að segja til um hvenær hún klárast vegna smita í deildinni.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, spáir í leikina fyrir þessa umferð.

Hún hefur verið með bestu leikmönnum Breiðabliks síðustu ár og stundar þá nám við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum.

Hörður Björgvin Magnússon spáði síðast í leiki umferðarinnar en hann var með sex rétta, jafnmarga og Sveindís Jane Jónsdóttir en þau eru getspökust á þessari leiktíð.

Liverpool 3 - 0 Leeds
Öruggur sigur hjá Liverpool. Leeds búnir að vera slakir og munu ekki eiga roð í sterkt lið Liverpool.

Wolves 1 - 0 Watford
Wolves hefur gengið erfiðlega að skora en betur að halda hreinu.

Burnley 0 - 1 Everton
Everton rétt sækir þrjá punkta.

Man City 3 - 0 Leicester City
Gullsendingar De Bruyne skilar sigri. Leicester eru sárir eftir að þeir voru rændir sigrinum í deildabikarnum og gefa City góðan leik en City eru einfaldlega of góðir.

Norwich 1 - 3 Arsenal
Ef Arsenal kemst inn í leikinn og skora þá skora þeir þrjú, en ef þeir skora ekki þá verður þetta dauft 0-0 jafntefli. Ég set samt 1-3 fyrir Arsenal til að halda þeirra stuðningsmönnum í fjölskyldunni minni góðum yfir jólin.

Tottenham 1 - 1 Crystal Palace
Á góðum degi hefði ég alltaf spáð Tottenham sigri en útaf blóðtökunni sem þeir hafa lent í vegna covid þá spái ég þeim ekki jafn góðu gengi. Hinsvegar hafa Crystal Palace staðið sig vel í síðustu leikjum og eru á góðu skriði.

West Ham 2 - 0 Southampton
West Ham eru góðir

Aston Villa 1 - 2 Chelsea
Chelsea þarf að vinna til að halda áfram baráttunni um efstu sætin.

Brighton 1 - 1 Brentford
Daufur leikur.

Newcastle United 1 - 2 Man Utd
Ralf Rangnick er smám saman farinn að setja mark sitt á leikinn og leikmenn þurfa að sanna sig.

Fyrri spámenn:
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner