Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. febrúar 2022 12:34
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Laufdal spáir í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Arnar Laufdal spáir í leiki helgarinnar
Arnar Laufdal spáir í leiki helgarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Southampton vinnur Man Utd
Southampton vinnur Man Utd
Mynd: EPA
Arnar spáir óvæntum sigri Norwich á Man City
Arnar spáir óvæntum sigri Norwich á Man City
Mynd: Getty Images
Chelsea verður heimsmeistari félagsliða
Chelsea verður heimsmeistari félagsliða
Mynd: EPA
25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst klukkan 12:30 og byrjar veislan á leik Manchester United og Southampton á Old Trafford og lýkur með leik West Ham og Leicester á morgun.

Arnar Laufdal spáir í leikir helgarinnar. Arnar, sem er leikmaður Augnabliks, vinnur einnig sem fréttaritari Fótbolta.net og er stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Ungstirnin.

Hann spáir einnig í úrslitaleik HM félagsliða þar sem Chelsea spilar við brasilíska félagið Palmeiras en þar spáir hann því að enska liðið verði heimsmeistari.

Handboltakappinn Janus Daði Smárason var með fjóra rétta er hann spáði í 23. umferð.

Man Utd 1 – 2 Southampton
Erfiður leikur, mig langar að segja United sigur en ég held að Southampton nái allavega í stig eftir sigurinn gegn Tottenham. Niðurstaðan 1-2 fyrir drengjunum hans Ralph Hasenhuttl. Redmond, Bednarek og CR7 með mörkin. (Gamla góða þrítryggingin hjá Laufinu, Mike Brown style)

Brentford 2 – 0 Crystal Palace
Ég veit að Ivan Toney er ekki með en ég held að Thomas Frank nái að kreista út geðveikt „performance“ hjá sínum mönnum og skákar Patrick Vieira. Sergi Canos og Bryan Mbeumo með mörkin.

Everton 1 – 3 Leeds
Liverpoolstuðningsmaðurinn segir 1-3. Raphinha, Klich, Rodrigo og Donny setur hann fyrir Everton. Ég vona innilega að Everton tapi þessum leik. Ég er mjög hrifinn af Leeds, þeir verið óheppnir með meiðsli og ég held með þeim í dag.

Watford 0 – 2 Brighton
Ég er með þrjá Brighton menn í Fantasy, markmanninn Sanchez, Cucurella og Maupay. Cucurella leggur upp tvö á Maupay.

Chelsea 2 – 0 Palmeiras
Lítið fyrir augað en Chelsea alltaf með þetta. Tveir varnarmenn með mörkin.

Norwich 1 – 0 Man City
Þegar þessi lið mættust á Carrow Road endaði það með sigri Norwich og ég held að það sé ekkert að fara breytast í dag. Þetta er meiri óskhyggja heldur en eitthvað lógískt gisk. Ég ætla að segja að Dean Smith nái að múra fyrir eftir að hans lið kemst yfir.

Burnley 0 – 4 Liverpool
Mínir menn klára þetta sannfærandi. Þarf ekki að ræða neitt assist frá Jóa Berg fyrst hann er ekki með. Diaz setur tvö og Elliot eitt, sé ekki alveg hver skorar lokamarkið – mögulega Salah.

Newcastle 1 – 2 Aston Villa
Couthinho, Ramsey, Wood. Næsta mál.

Tottenham 2 – 1 Wolves
Son tvenna og sjálfsmark hjá Emerson. Tottenham nær að rétta skútuna við en verður sennilega óverðskuldað.

Leicester 1 – 2 West Ham
Leicester fær á sig amk eitt eftir horn, sé að Bowen skorar og Lookman laumar inn einu. Hrun hjá Leicester þetta tímabilið.

Fyrri spámenn:
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner