Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   lau 04. desember 2021 09:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís Jane spáir í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Sveindís fagnar marki á Laugardalsvelli í haust.
Sveindís fagnar marki á Laugardalsvelli í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tavares með skot upp í stúku en Smith Rowe skorar.
Tavares með skot upp í stúku en Smith Rowe skorar.
Mynd: EPA
De Gea límdur við línuna
De Gea límdur við línuna
Mynd: EPA
15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu á morgun með leik West Ham og Chelsea í London. Fimm leikir fara fram á morgun, fjórir á sunnudag og einn á mánudag.

Sveindís Jane Jónsdóttir spáir í leiki umferðarinnar. Sveindís er leikmaður Wolfsburg og íslenska landsliðsins.

Siffi G spáði í leiki síðustu umferðar, byrjaði illa en var með fimm síðustu leikina rétta.

Svona spáir Sveindís leikjum umferðarinnar:

West Ham 1 - 2 Chelsea
Þetta verður mjög jafn leikur sem mun vinnast með einu marki. 1-2 fyrir Chelsea, tröllið Antonio skorar fyrir West Ham, hjá Chelsea mun hitt tröllið Lukaku skora eitt mark og Reece James
klárar verkið.

Newcastle 0 - 1 Burnley
Newcastle mun byrja þennan leik að krafti en Burnley munu verjast vel og Newcastle mun ekki takast að skora, Burnley skorar eitt mark þar sem Jói fær boltann á hægri kanti, cut-ar á vinstri og hittir beint á hausinn á Chris Wood sem skallar hann inn.

Southampton 1 - 1 Brighton
Brighton hafa verið duglegir í jafnteflum undanfarið og það heldur áfram, Tariq litli Lamptey sólar 2 á kantinum og setur boltann á Maupay sem klárar vel, svo kemur Ward Prowse og neglir einum bolta í skeytin!

Wolves 0 - 4 Liverpool
Leiðinlegt lið Wolves mun ekki get neitt gegn Liverpool, Salah setur 2 mörk, Jota 1 mark og svo kemur Oxlade inná og setur 1 mark.

Watford 1 - 3 Man City
Watford munu lítið snerta boltann en munu ná nokkrum skyndisóknum og ein þeirra mun enda á marki frá Dennis, hjá City mun Bernando skora með hjólhestaspyrnu, Mahrez skrúfar hann í fjær og Cancelo setur síðasta markið.

Leeds 1 - 1 Brentford
Þessi leikur verður fullur af færum en eins og vanalega mun Mbeumo sjá um að klúðra 2-3 færum, Toney kemur svo og potar inn einu marki, Leeds jafna síðan leikinn með einstaklings framtaki hjá Raphinha.

Manchester United 1 - 2 Crystal Palace
Man United verða þreyttir í þessum leik þar sem aðeins 2 dagar voru frá síðasta leik, Ayew kemur Crystal Palace yfir þar sem það kemur stunga sem De Gea gæti náð boltanum en hann stendur bara í markinu og Ayew klárar auðveldlega, Sancho jafnar leikinn eftir stungu frá Fred, síðan kemur Conor Gallagher og drepur stemminguna á Old Trafford.

Tottenham 2 - 0 Norwich
Tvö svipuð lið að mætast þarna en Tottenham mun vinna þennan leik með 2 mörkum frá Son.

Aston Villa 2 - 0 Leicester
Gerrard kominn og sækir 3 þægilega punkta með mörkum frá miðvörðunum Mings og Konsa.

Everton 0 - 2 Arsenal
Stærsti leikur umferðarinnar þar sem Arsenal mun hafa góð tök á leiknum allan tímann og klára þennan leik mjög þæginlega, Tavares mun eiga 3-4 langskot uppí stúku, Smith Rowe skorar og Auba klárar loksins einn á móti markmanni og hrekkur í gang út tímabilið! COYG.

Fyrri spámenn:
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner