26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst klukkan 12:30 og byrjar veislan á leik West Ham og Newcastle á Ólympíuleikvanginum í London og lýkur með leik Wolves og Leicester á morgun.
Arnór Sigurðsson spáir í leikir helgarinnar. Arnór er landsliðsmaður og leikmaður Venezia á Ítalíu. Arnór er á láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu.
Hlaðvarpsstjórnandi Ungstirnanna, Arnar Laufdal Arnarsson, var með þrjá rétta er hann spáði í 25. umferð.
Arnór Sigurðsson spáir í leikir helgarinnar. Arnór er landsliðsmaður og leikmaður Venezia á Ítalíu. Arnór er á láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu.
Hlaðvarpsstjórnandi Ungstirnanna, Arnar Laufdal Arnarsson, var með þrjá rétta er hann spáði í 25. umferð.
West Ham 3 - 2 Newcastle
Hádegisleikurinn er alltaf solid, West Ham búnir að vera goðir so far. Nikola Vlasic kemur úr kælingu og setur þrennu.
Arsenal 3 - 1 Brentford
Mínir menn líta vel út. Líklega það vel að við náum CL.
Aston Villa 2 - 0 Watford
Coutinho og Steve G að breyta leiknum þarna, sigla þessu heim.
Brighton 0 - 1 Burnley
Líklega byrjunin á að Burnley bjargi sér, Jói Berg klár soon þannig bjartir tímar framundan.
Crystal Palace 0 - 4 Chelsea
Chelsea valtar yfir þennan leik, voru að sækja titil, koma fullir sjálfstrausts og niðurlægja Palace menn.
Liverpool 2 - 1 Norwich
Verður öruggt en samt ekki öruggt, Norwich skorar á 82. og þá verður þetta leikur síðustu 10. En Liverpool klárar þetta samt.
Southampton 1 - 0 Everton
Everton búið að vera í baslinu og það heldur afram því miður. Horn á 3. mín og síðan verður þessi leikur ekki mikil skemmtun.
Man City 3 - 1 Spurs
City langbesta liðið og Tottenham í basli. Pressa á Conte og allt í bulli. Kane skorar snemma en síðan setur City þrjú í andlitið á þeim.
Leeds 0 - 2 Man Utd
Virðist hafa kviknað á CR7 í síðasta leik. Hann klárar þennan leik sjálfur.
Wolves 0 - 0 Leicester
Þessi leikur verður líklega skemmtilegasti leikurinn en samt sem áður verða engin mörk skoruð. Líklega rauð spjöld og einhver veisla.
Fyrri spámenn:
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 12 | 9 | 2 | 1 | 24 | 6 | +18 | 29 |
| 2 | Chelsea | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 | 11 | +12 | 23 |
| 3 | Man City | 12 | 7 | 1 | 4 | 24 | 10 | +14 | 22 |
| 4 | Aston Villa | 12 | 6 | 3 | 3 | 15 | 11 | +4 | 21 |
| 5 | Crystal Palace | 12 | 5 | 5 | 2 | 16 | 9 | +7 | 20 |
| 6 | Brighton | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 16 | +3 | 19 |
| 7 | Sunderland | 12 | 5 | 4 | 3 | 14 | 11 | +3 | 19 |
| 8 | Bournemouth | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 20 | -1 | 19 |
| 9 | Tottenham | 12 | 5 | 3 | 4 | 20 | 14 | +6 | 18 |
| 10 | Man Utd | 11 | 5 | 3 | 3 | 19 | 18 | +1 | 18 |
| 11 | Liverpool | 12 | 6 | 0 | 6 | 18 | 20 | -2 | 18 |
| 12 | Brentford | 12 | 5 | 1 | 6 | 18 | 19 | -1 | 16 |
| 13 | Everton | 11 | 4 | 3 | 4 | 12 | 13 | -1 | 15 |
| 14 | Newcastle | 12 | 4 | 3 | 5 | 13 | 15 | -2 | 15 |
| 15 | Fulham | 12 | 4 | 2 | 6 | 13 | 16 | -3 | 14 |
| 16 | Nott. Forest | 12 | 3 | 3 | 6 | 13 | 20 | -7 | 12 |
| 17 | West Ham | 12 | 3 | 2 | 7 | 15 | 25 | -10 | 11 |
| 18 | Leeds | 12 | 3 | 2 | 7 | 11 | 22 | -11 | 11 |
| 19 | Burnley | 12 | 3 | 1 | 8 | 14 | 24 | -10 | 10 |
| 20 | Wolves | 12 | 0 | 2 | 10 | 7 | 27 | -20 | 2 |
Athugasemdir


