Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 14. janúar 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki Már spáir í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Hafliði Breiðfjörð er í Búdapest og myndaði æfingu íslenska liðsins í gær.
Hafliði Breiðfjörð er í Búdapest og myndaði æfingu íslenska liðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlátursæfing sem virðist ganga vel
Hlátursæfing sem virðist ganga vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Már er stuðningsmaður Liverpool
Bjarki Már er stuðningsmaður Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er Jói Berg Fylkismaður?
Er Jói Berg Fylkismaður?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fer fram heil umferð í enska boltanum um helgina. Fyrsti leikur er í kvöld þegar Crystal Palace heimsækir Brighton.

Bjarki Már Elísson, einn af strákunum okkar, er spámaður helgarinnar.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var spámaður síðustu umferðar og var með þrjá leiki rétta af þeim sjö sem fóru fram - þremur leikjum var frestað og ekki hefur fundist dagsetning fyrir þá til þessa.

Bjarki Már er að undirbúa sig fyrir leik Íslands gegn Portúgal á EM í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er sýndur á RÚV. Bjarki er vinstri hornamaður og spilar með Lemgo í Þýskalandi.

Svona spáir hann leikjum helgarinnar.

Brighton 1 - 0 Crystal Palace
Úff.

Man City 0 - 0 Chelsea
Þarna verður Tuchel að múra fyrir og sækja stigið. Það þarf að stöðva City lestina.

Burnley 1 - 0 Leicester
Burnley þarf þennan sigur. Fylkismaðurinn Jói Berg leggur upp eða skorar.
FRESTAÐ

Newcastle 2 - 1 Watford
Watford búnir að tapa 7 leikjum í röð og sá áttundi kemur þarna.

Norwich 1 - 2 Everton
Rafa snýr slæma genginu við í þessum leik.

Wolves 0 - 0 Southampton
Wolves er leiðinlegasta lið deildarinnar og þessi leikur öskrar 0-0 á mig.

Aston Villa 2 - 1 Manchester United
Réttlætið sigrar alltaf að lokum og Villa átti að fá víti í leik liðanna í FA bikarnum nú á dögunum. Því spái ég þessu 2-1 í leik þar sem Ronaldo skorar en Coutinho setur winnerinn seint í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Ronaldo rýkur beint inn í klefa eftir leik og neitar að taka í höndina á Stevie G.

Liverpool 1 - 0 Brentford
Þrír leikir í röð í deild án sigurs og án Mane og Salah. Við þurfum bara að koma þessum yfir línuna. Milner úr víti í fyrri hálfleik.

West Ham 2 - 1 Leeds
Leif Grímssyni, tölfræði kóngi frá Húsavík, ekki til mikillar gleði að þá tapar Leeds því miður þessum leik.

Spurs 2 - 1 Arsenal
Bæði lið á miklu skriði en þar sem ég er í mikilli Tottenham fjölskyldu spái ég þeim sigri. Hinn enski Luis Suarez, Harry Kane, skorar bæði mörk Spurs.

Fyrri spámenn:
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Enski boltinn - 'Clear and obvious' Arsenal á uppleið
Fantabrögð - No Salah, Macintosh molar og klippikort
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner