Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 29. nóvember 2021 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siffi G spáir í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Siffi
Siffi
Mynd: Úr einkasafni
Ekki tala um Mandanda-missinn.
Ekki tala um Mandanda-missinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sorry Ronaldo
Sorry Ronaldo
Mynd: EPA
14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og lýkur á fimmtudag. Loksins er umferð í miðri viku hugsa margir.

Twitter-verjinn og samfélagsrýnirinn Sigurjón Guðjónsson er spámaður umferðarinnar í þetta skiptið.

Aron Þrándar spáði í leiki liðinnar helgar og var með fimm leiki rétta af níu, sem gerir hann að getspakasta spámanninum til þessa.

Svona spáir Siffi leikjum umferðarinnar:

Newcastle 2 - 1 Norwich
Hjartað slær auðvitað Norwich, en Yasir Al-Rumayyan og "Arab Money" gerir kraftaverk. Yasir sjálfur skorar fyrsta markið í fyrri hálfleik.

Leeds 0 - 12 Crystal Palace
Zaha með 6 og Gallagher með 6. Við Palace menn vitum alltaf að það er sigur handan við hornið, en Mandanda missirinn fyllir okkur af trega.

Leicester 4 - 1 Southampton
Leicestermenn geta verið kokhraustir. Ber er hver að baki nema sér Jamie Vardy eigi.

Watford 3 - 0 Chelsea
Það er kominn tími til að binda enda á Chelsea. Watford gefur náðarhöggið.

West Ham 5 - 0 Brighton
Það ekkert sem við Palace menn hötum meira en Brighton. Okkar eigin derby. Graham Potter er lúser.

Wolves 1 - 1 Burnley
Jimenez og Jói Berg með mörkin, hnífjafn en spennandi leikur. Sumir segja að Burnley sé Breiðablik Englands.

Man City 3 - 2 Aston Villa
Aston Villa mun byrja með tvö í fyrri hálfleik, en Mahrez tekur svo þrennu á mínútu 81, 85 og 88.

Liverpool 2 - 1 Everton
Neil Mellor skorar á mínútu 93 og tryggir sigur. Poolarar fyllast kokhreysti tala um "nýjan Messi" en brátt munu vonirnar bresta á ný.

Spurs 3 - 1 Brentford
Pottþéttur sigur hjá Spurs, en í þetta skiptið ætlar Mbuemo að sleppa því að skjóta í stöngina og skorar. "Drifkraftur" er slagorð Spursmanna og hafa tattoostofur varla undan.

Man Utd 2 - 1 Arsenal
Sancho þakkar traustið og skorar. Á lokamínútunum biður Ronaldo um að fá boltann í gegn en Fred ákveður frekar að skjóta langt utan af teig og Ramsdale kemur engum vörnum við. Arsenal menn spyrja sjálfa sig hvort þessi vegferð sé þess virði.

Fyrri spámenn:
Aron Þrándar - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Enski boltinn - Svefntruflanir og Ronaldo á bekknum
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner