Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 20. nóvember 2021 10:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Bergmann spáir í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Ísak Bergmann
Ísak Bergmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stevie G
Stevie G
Mynd: Aston Villa
Enska úrvalsdeildin hefst aftur eftir landsleikjahlé á morgun. Tólfta umferðin hefst með leik Leicester og Chelsea í hádeginu.

Ísak Bergmann Jóhannesson er spámaður umferðarinnar. Ísak er leikmaður FC Kaupmannahafnar í dönsku Superliga og fastamaður í íslenska landsliðshópnum.

Davíð Örn Atlason var spámaður síðustu umferðar og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að vera einungis með tvo leiki rétta.

Svona spáir Ísak leikjum helgarinnar:

Leicester 1 - 2 Chelsea
Chelsea gríðarlega sterkir varnarlega og vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að vinna fótbolta leiki.

Aston Villa 2 - 2 Brighton
Gerrard byrjar vel en Brighton koma til baka og jafna leikinn.

Burnley 0 - 2 Crystal Palace
Þessi leikur er alvöru gamli skólinn og þetta verður 0-2 sigur hjá Crystal Palace.

Newcastle 1 - 1 Brentford
Brentford verða miklu betri allan leikinn en stuðningsmenn Newcastle draga boltann yfir línuna í lokin.

Norwich 1 - 2 Southamton
Öllum er sama.

Watford 0 - 3 Manchester United
Ætli frændurnir McTominay og Fred byrja ekki inná og spila bara til hliðar og baka allan leikinn en Ronaldo kemur og bjargar deginum með þrennu.

Wolves 2 - 2 West ham
Verður skemmtilegur leikur þar sem minn maður Rice stjórnar ferðinni ef hann verður með.

Liverpool 3 - 2 Arsenal
Vanalega er þetta markaleikur og það breytist ekki núna, Liverpool klára þetta alltaf á heimavelli. Salah allt í öllu.

Man City 3 - 0 Everton
Everton ekki búnir að heilla mig og City er með svindl lið því miður.

Tottenham 2 - 2 Leeds
Conte verður búinn að skipuleggja sina menn en Bielsa er líka búinn að því. Verður skemmtilegur leikur sem endar 2-2.

Fyrri spámenn:
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Enski boltinn - Talandi um endastöð og stefnuleysi
Fantabrögð - Megi landsliðin öll rotna
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir