Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 25. mars 2019 11:30
Arnar Helgi Magnússon
Skilur ekki umtalið um óheiðarlegan Ramos
Mynd: Getty Images
Spánn hafði betur gegn Noregi þegar liðin mættust í undankeppni EM 2020 um helgina. Josuha King og Sergio Ramos voru báðir á skotskónum fyrir sín lið.

Joshua King, framherji Bournemouth og norska landsliðsins, fór fögrum orðum um Sergio Ramos eftir leikinn.

„Það er talað um hann sem grófan og óheiðarlegan leikmann en ég man ekki eftir að hafa mætt leikmanni sem er jafn heiðarlegur og kurteis," sagði King eftir leikinn.

Sergio Ramos skoraði sigurmark Spánverja úr vítaspyrnu.

„Ég sé ekki alla leiki sem að hann spilar en það sem ég hef séð af honum þá sýnist mér hann bara vera flottur íþróttamaður sem þráir það að vinna. "

Það er spurning hvort að stuðningsmenn Liverpool séu sammála King en flestir muna eftir því þegar Mo Salah meiddist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra eftir að hafa lent í Ramos.
Athugasemdir
banner
banner
banner