
Á morgun leikur íslenska landsliðið gegn dvergríkinu Liechtenstein í undankeppni EM á Rínarvellinum í Vaduz. Þrír úr starfsteymi íslenska landsliðsins eiga ansi slæmar minningar frá vellinum.
Verstu úrslit Íslands frá upphafi er 3-0 tapið gegn Liechtenstein í október 2007. Þjálfaradúett íslenska landsliðsins í dag; Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson, voru báðir í byrjunarliði Íslands í þeim leik.
Verstu úrslit Íslands frá upphafi er 3-0 tapið gegn Liechtenstein í október 2007. Þjálfaradúett íslenska landsliðsins í dag; Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson, voru báðir í byrjunarliði Íslands í þeim leik.
Ívar Ingimarsson, formaður landsliðsnefndar og stjórnarmaður KSÍ, var einnig í byrjunarliðinu. Hann er með íslenska landsliðinu í þessu verkefni.
Lið Íslands (4-3-3): Árni Gautur Arason – Kristján Örn Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Ragnar Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson – Arnar Þór Viðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson (Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 85.), Jóhannes Karl Guðjónsson (Ármann Smári Björnsson 57.) – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Helgi Sigurðsson 71.), Eiður Smári Guðjohnsen, Emil Hallfreðsson.
„Segðu af þér, Eyjólfur“ var fyrirsögn Fréttablaðsins eftir 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður kallaði þar eftir afsögn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara.
Ef allt er eðlilegt vinnur Ísland sannfærandi sigur á morgun gegn einu lélegasta landsliði heims. Liechtenstein hefur ekki skorað í sex síðustu landsleikjum. Liðið er án sigurs í síðustu 26 leikjum sem er næstversta skrið landsliðs í Evrópu, á eftir San Marínó.
Meðal tapleikja eru ósigrar gegn Andorra, Gíbraltar, Færeyjum og 6-0 tap gegn Grænhöfðaeyjum. Þjálfarar eru ekki hrifnir af orðinu skyldusigur en það orð á afskaplega vel við varðandi leikinn á morgun.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir