Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 25. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Haaland svekktur að missa af Spáni
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það eru sjö leikir á dagskrá í fyrstu umferð í undankeppni fyrir EM sem verður haldið á næsta ári.


Veislan hefst í A-riðli þegar Skotland tekur á móti Kýpur en Spánn og Noregur eigast við í áhugaverðum slag um kvöldið.

Erling Braut Haaland verður ekki með Norðmönnum vegna smávægilegra meiðsla en faðir hans segir son sinn vera sársvekktan með að geta ekki tekið þátt í landsliðsverkefninu.

Armenía og Tyrkland eigast þá við í D-riðli áður en Króatía og Wales mætast í hörku viðureign.

Að lokum á Belarús heimaleik við Sviss í I-riðli á meðan Ísrael tekur á móti Kósóvó. Þessir leikir fara fram áður en smáþjóð Andorru hýsir Rúmeníu.

A-riðill:
14:00 Skotland - Kýpur
19:45 Spánn - Noregur

EUROPEAN CHAMPIONSHIP: QR, Group D
17:00 Armenía - Tyrkland
19:45 Króatía - Wales

EUROPEAN CHAMPIONSHIP: QR, Group I
17:00 Belarús - Sviss
17:00 Ísrael - Kósovó
19:45 Andorra - Rúmenía


Athugasemdir
banner
banner
banner