Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 25. apríl 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mál Rosell fellt niður - Bak við lás og slá í næstum tvö ár
Mynd: Getty Images
Sandro Rosell, fyrrverandi forseti Barcelona, er frjáls ferða sinna eftir 21 mánuð í haldi spænskra yfirvalda.

Rosell, sem var forseti Barca í þrjú og hálft ár, var kærður fyrir mútur, peningaþvætti og fleira. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan en nú hefur málið verið fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum.

Rosell var sakaður um að vera partur af glæpasamtökum og að hafa þvegið tæplega 20 milljónir evra í gegnum brasilíska knattspyrnu.

Rosell hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Rosell er 55 ára kaupsýslumaður frá Spáni með meistaragráðu í viðskiptafræði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner