Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. apríl 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Di Marzio segir Chelsea hafa nýtt sér ákvæði í samningi Giroud
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: Getty Images
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Gianluca Di Marzio hefur greint frá því að Chelsea hafi nýtt sér ákvæði í samningi franska sóknarmannsins Olivier Giroud og þannig framlengt samning hans um eitt ár.

Samningur Giroud á að renna út eftir yfirstandandi leiktíð, en Chelsea ætlar ekki að leyfa honum að fara frítt.

Giroud, sem er 33 ára, var ekki í stóru hlutverki hjá Chelsea áður en hlé var gert á tímabilinu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann var orðaður við Inter og Lazio í janúar, en var á endanum áfram í London.

Di Marzio heldur því einnig fram að Chelsea hafi áhuga á því að fá belgíska sóknarmanninn Dries Mertens frá Napoli. Samningur Mertens við Napoli rennur út eftir tímabilið og er Frank Lampard, stjóri Chelsea, búinn að ræða við leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner