Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 25. apríl 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann þurfti að herma eftir Óla Palla - „Skíthræddur við hann"
„Við ætlum að halda okkur uppi og trúum á okkur að ná því markmiði"
Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu og við látum þessa spá ekki hafa nein áhrif á okkur, við ætlum að halda okkur uppi og trúum á okkur að ná því markmiði.
Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu og við látum þessa spá ekki hafa nein áhrif á okkur, við ætlum að halda okkur uppi og trúum á okkur að ná því markmiði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg árið 2015: Bestir í skólanum voru þeir Jóhann Árni Gunnarsson í Fjölni og Ísak Snær Þorvaldsson í Aftureldingu.
Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg árið 2015: Bestir í skólanum voru þeir Jóhann Árni Gunnarsson í Fjölni og Ísak Snær Þorvaldsson í Aftureldingu.
Mynd: KB
Það eftirminnilegasta er örugglega eina markið mitt með landsliðinu (U17), aukaspyrna á móti Moldóvu og svo líka þegar við unnum Rússa til að komast áfram í milliriðil.
Það eftirminnilegasta er örugglega eina markið mitt með landsliðinu (U17), aukaspyrna á móti Moldóvu og svo líka þegar við unnum Rússa til að komast áfram í milliriðil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér fannst þetta mjög skemmtilegt tímabil og ég lærði helling á því að spila fullorðinsbolta í hverri viku
Mér fannst þetta mjög skemmtilegt tímabil og ég lærði helling á því að spila fullorðinsbolta í hverri viku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svo heiður að vera valinn í lið tímabilsins og gaman að fá viðurkenningu eftir svona skemmtilegt tímabil.
Það var svo heiður að vera valinn í lið tímabilsins og gaman að fá viðurkenningu eftir svona skemmtilegt tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson lék sína fyrstu mótsleiki fyrir meistaraflokk Fjölnis sumarið 2018. Það sumar féll Fjölnir niður í 1. deildina en verður aftur á meðal þeirra bestu í sumar.

Jóhann var valinn í úrvalslið Inkasso-deildarinnar í fyra þegar Fjölnir endaði í 2. sæti deildarinnar. Fótbolti.net hafði samband við Jóhann Árna og spurði hann út í ferilinn til þessa.

Var bæði í handbolta og fóbolta
Við byrjum þetta á byrjuninni. Hvenær og af hverju byrjar Jóhann að æfa fótbolta?

„Ég byrjaði fimm ára að æfa minnir mig," sagði Jóhann við Fótbolta.net.

Jóhann æfði handbolta samhliða fótboltanum en af hverju hætti hann í handboltanum?

„Ég æfði handbolta í nokkur ár og var bara nokkuð öflugur en svo hætti ég þegar æfingarnar voru á sama tíma og fótboltinn."

Varð aldrei neitt úr því að fara aftur til Reading
Árið 2015 æfði Jóhann með Reading. Hvernig var sú reynsla?

„Ég spilaði æfingaleik við Tottenham og þetta var allt saman mjög gaman. Ég var bara 14 ára þarna og var kominn mjög stutt líkamlega, þeir sögðust vilja sjá mig aftur en það varð aldrei neitt úr því."

Hefur hann fengið boð um að fara út til annars félags?

„Ég hef ekki farið á aðra reynslu eftir þessa hjá Reading en ég hef fengið boð um að fara út en þau komu ekki á góðum tímapunktum."

Meiðist fyrir tímabilið 2018
Jóhann lék sína fyrstu deildarleiki sumarið 2018. Hvernig var að koma inn í Fjölnisliðið það sumar?

„Við komum upp nokkrir strákar fæddir árið 2001 á sama tíma þannig það hjálpaði til með að komast inn í hópinn. Ég spilaði flesta leikina um veturinn og það var ógeðslega gaman."

„Svo meiðist ég í æfingaferðinni og er frá í um það bil fimm vikur og þá eru aðrir komnir inn í staðinn. Svo fer liðinu að ganga illa og þá kannski skrýtið að henda ungum kjúlla inná miðjuna."

„Ég hefði örugglega spilað fleiri leiki ef ég hefði ekki meiðst þarna en við vorum samt með mjög gott lið í 2. flokki þannig það var bara gaman að spila með því liði. Við urðum bikarmeistarar í 2. flokki sem var gaman eftir erfitt og þungt tímabil fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni."


Áttum oft mikið inni á síðustu leiktíð
Jóhann Árni var tvisvar sinnum valinn í lið umferðarinnar á síðustu leiktíð og var undir lok tímabils valinn í lið ársins. Fjölni var spáð efsta sæti deildarinnar. Hvernig horfir Jóhann til baka á tímabilið 2019.

„Mér fannst þetta mjög skemmtilegt tímabil og ég lærði helling á því að spila fullorðinsbolta í hverri viku. Við vorum með mjög gott lið en mér fannst við samt eiga oft mikið inni og gerðum oft einungis nægilega mikið til þess að vinna leikina."

„Mér fannst ömurlegt að tapa síðasta leiknum og ná ekki að vinna deildina en það skiptir engu máli núna þar sem við komumst upp."

„Það var svo heiður að vera valinn í lið tímabilsins og gaman að fá viðurkenningu eftir svona skemmtilegt tímabil."


Ekkert æft síðan í janúar - Spáin truflar ekki
Fjölnir hafði átt misjöfnu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu og var í fallsæti í ótímabærum spám fyrir sumarið. Hvernig lítur Jóhann á komandi tímabil?

„Ég get svo sem lítið sagt um undirtbúningstímabilið þar sem ég hef ekkert æft síðan í janúar. En ég er allur að koma til og verð klár þegar Pepsi-max byrjar."

Hvert er markmið sumarsins?

„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu og við látum þessa spá ekki hafa nein áhrif á okkur, við ætlum að halda okkur uppi og trúum á okkur að ná því markmiði."

„Við erum með ungan og metnaðarfullan hóp og ég held að nokkrir ungir leikmenn eiga eftir að springa út í sumar og vera okkur mjög mikilvægir."


Hápunktur að skora og að sigra Rússa
Jóhann hefur leikið nítján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Í þeim hefur hann skorað eitt mark. Eru einhver augnablik eftirminnilegri en önnur úr yngri landsliðunum?

„Það eftirminnilegasta er örugglega eina markið mitt með landsliðinu (U17), aukaspyrna á móti Moldóvu og svo líka þegar við unnum Rússa til að komast áfram í milliriðil."

„Við mættum Rússum svo aftur hálfu ári seinna. Þá var búið að skipta um þjálfara og hreinsa út allt liðið nema tvo leikmenn, greinilega algjör skandall að tapa á móti okkur."


Var skíthræddur við Óla Palla
Við endum þetta á léttmeti því Jóhann sagði frá vandræðalegu augnabliki í Hinni hliðinni fyrr í vikunni. Það augnablik kom í nýliðavígslunni fyrir meistaraflokk Fjölnis, þar átti Jóhann að herma eftir Ólafi Páli Snorrasyni sem þá var aðalþjálfari Fjölnis.

Fékk Jóhann einhver viðbrögð frá Ólafi?

„Nei nei hann hló bara. Mér fannst þetta bara svo ógeðslega vandræðalegt af því að ég ber mikla virðingu fyrir honum og var eiginlega skíthræddur við hann," sagði Jóhann að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
Lið ársins og bestu menn í Inkasso-deildinni 2019
Ungur Fjölnisstrákur æfir með Reading

Hér að neðan má svo sjá mark Jóhanns gegn Moldóvu. Myndbandið ætti að hefjast rétt áður en aukaspyrnan er dæmd sem Jóhann skorar úr:


Athugasemdir
banner
banner
banner