Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 25. apríl 2023 14:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV í viðræðum við Oliver Heiðarsson - Rætt við Blika um Wöhler
Oliver Heiðarsson
Oliver Heiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
433.is greindi frá því rétt í þessu að samkvæmt heimildum miðilsins væri FH búið að samþykkja kauptilboð ÍBV í Oliver Heiðarsson.

Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, sagði svo við Fótbolta.net að ÍBV væri í viðræðum við Oliver og staðfesti því tíðindin.

Oliver er 22 ára gamall kantmaður sem var ónotaður varamaður þegar FH tapaði gegn Fylki í gær og hafði byrjað á bekknum í fyrstu tveimur deildarleikjunum.

Eruði að reyna fá fleiri leikmenn?

„Hann er ekki eini leikmaðurinn sem við erum að skoða. Hvort það yrði bara hann eða hann og einhver annar. Það verður bara að koma í ljós," sagði Daníel.

Er Eyþór Aron Wöhler, leikmaður Breiðabliks, leikmaður sem þið hafið áhuga á?

„Við höfum verið í samtali við Blika um hann. Hann var einn af þessum kostum sem kom til greina," sagði Daníel.

Eyþór er 21 árs sóknarmaður sem gekk í raðir Breiðabliks frá ÍA í vetur. Hann hefur verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur deildarleikjum Blika.

Sjá einnig:
Eyjamenn að fá tvo frá Jamaíku
Viðurkennir að hafa farið með of lítinn hóp inn í mótið
Tíu sem gætu fengið félagaskipti áður en glugginn lokar á morgun
Athugasemdir
banner
banner