Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 25. maí 2019 16:10
Oddur Stefánsson
Depay að kveðja Lyon?
Memphis Depay gæti verið á förum frá Lyon eftir að hann birti myndband af sér í Instagram-story þar sem hann segir „Takk Lyon".

Hollenski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Bayern München og Liverpool.

Einhverjir vilja meina að hann sé á förum til Liverpool þar sem samlandar hans Virgil van Dijk og Gini Wijnaldum spila.

Memphis Depay lék með Manchester United undir stjórn Louis van Gaal og ekki gekk eins og í sögu.

Fyrr á tímabilinu talaði hann um að hann vildi fara í stærra félag en Lyon og það verður að koma í ljós hvort eitthvað verður úr því.


Athugasemdir
banner
banner