Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 25. maí 2019 12:29
Oddur Stefánsson
Heimild: Bleacher Report 
Tuchel framlengir við PSG um eitt ár
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri PSG í Frakklandi, hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samning sínum við félagið.

Tuchel sem vann deildina á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins lýsti því yfir ánægju sinni að hafa unnið sér inn annað ár hjá frönsku meisturunum.

„Ég er mjög ánægður að hafa framlengt, ég vil þakka stjórninni og eigandanum fyrir traustið, ég mun vinna að því að koma félaginu á toppinn."

Samningurinn gildir til sumars 2021.

Fréttirnar koma sumum á óvart þar sem það hefur verið mikið rætt um óánægju meðal stuðningsmanna og leikmanna um Tuchel þar á meðal hjá Mbappe og Neymar.

PSG náði ekki að vinna franska bikarinn og datt út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir Manchester United fyrr á árinu.

Lið PSG er eina í sögu frönsku deildarinnar til að skora í hverjum einasta leik í 38 leikja tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner